Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Örvar Ólafsson og Gylfi Orrason.
Örvar Ólafsson og Gylfi Orrason.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Örvar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem fjármálastjóri og tekur við af Gylfa Þór Orrasyni sem starfað hefur fyrir hagsmunasamtök bænda í tæp 40 ár.

Örvar er viðskiptafræðingur með fjölbreytta starfsreynslu úr fjármálageiranum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Hann hefur meðal annars starfað hjá Lánasjóði sveitarfélaga, Kóða og Glitni. Einnig hefur hann verið framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Fjallafélagið.

Örvar tekur til starfa í janúar á næsta ári, en Gylfi starfar fyrir BÍ fram yfir Búnaðarþing á næsta ári.

Byrjaði í sumarafleysingum

Gylfi telst vera með lengstu starfsreynsluna innan Bændasamtaka Íslands – og hann starfaði áður fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins.

„Ég kom fyrst til starfa við sumarafleysingar hjá Framleiðslu­ ráði landbúnaðarins árið 1979 og vann þar með skóla út árið 1981 og síðan í fullu starfi árin 1982 og 1983. Árið 1984 var ég hins vegar í fullu starfi í knattspyrnuskóla Fram og við þjálfun 6. flokks.

Árið 1985 var ég síðan ráðinn í fullt starf hjá Stéttarsambandi bænda við bókhalds­ og gjaldkerastörf – reyndar með stuttri viðkomu hjá Olís haustið 1984 fram á vor 1985. Við sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Íslands árið 1995 tók ég síðan við fullu starfi hjá Bændasamtökum Íslands, fyrst sem aðalbókari og síðan skrifstofu­ og fjármálastjóri frá og með árinu 2004,“ segir Gylfi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...