Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í opna Íslandsmótinu í skák á Akureyri árið 2019.

Á mótinu tefldu nokkrir erlendir skákmenn, bæði stórmeistarar og keppendur af öllum styrkleikum. Tómas hafði svart gegn Þjóðverja nokkrum að nafni Ansgar Barthel sem þá var nokkuð stigahærri en Tómas, en það kom ekki að sök.

Íslandsmót skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Reykjavík helgina 4.–6. október. Skákfélög af öllu landinu taka þátt í mótinu sem er með deildarskiptu fyrirkomulagi, ekki ósvipað og tíðkast í boltaíþróttum.

Sterkustu liðin eru í Úrvalsdeild og svo eru 4 aðrar deildir. Alls tóku þátt um 450 skákmenn þátt í mótinu á öllum aldri og er þetta einn af hápunktunum í íslensku skákstarfi. Fjallað verður um það mót í næsta skákpistli.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Svartur á leik. 33.....Df5 skák...og hvítur gafst upp. Það er sama hvert hvíti kóngurinn fer. Ef hann fer á h2 kemur skák með riddara á f3 og drottning hvíts fellur í næsta leik. Ef hann fer á g3 eða g2 kemur skák frá hrók á g1. Hvítur getur vissulega drepið hrókinn með drottningu en þá fellur hún í staðinn og eftirleikurinn verður auðveldur fyrir svartan enda þá með drottningu og riddara gegn hrók.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...