Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Matthías Þorvaldsson, Bjarni H. Einarsson, Kristján Guðmundsson og Páll Þórsson etja kappi í bikarkeppni BSÍ.
Matthías Þorvaldsson, Bjarni H. Einarsson, Kristján Guðmundsson og Páll Þórsson etja kappi í bikarkeppni BSÍ.
Mynd / AJ
Líf og starf 8. september 2025

Öruggast að melda alslemmuna?!

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Bikarkeppni Bridgesambands Íslands stendur nú sem hæst og liggur fyrir hvaða átta sveitir hafa komist í gegnum sumarið og eru enn „á lífi“. Leikirnir fjórir í næsta legg eru eftirfarandi:

Gabríel-Frímann Stefánsson
Betri Frakkar-Gummi og félagar
InfoCapital-Bridgefélag Breiðholts

Innskeifi kisi-Málning

Til tíðinda hefur borið í sumum leikjum í sumar og sterkar sveitir fallið úr keppni. Þannig viljum við hafa það. Fátt er betra til að halda nýliðum og aðeins minni spámönnum en þeim allra sterkustu við efnið, en að eygja von um að geta við og við dottið niður á hagstæð úrslit gegn sterkustu sveitunum.

Ef við förum í smá samkvæmisleik og reynum að spá fyrir um viðureignir sem leiknar verða uns undanúrslit og úrslit fara fram, tekur sveit Gabríels Gíslasonar á móti Akureyringum, Frímanni Stefáns og félögum. Sveit Frímanns skellti Grant Thornton á dögunum. Briddsþáttur Bændablaðsins spáir spennandi leik. Gæti vel farið svo að norðanmenn ættu fulltrúa í undanúrslitunum en enginn skyldi vanmeta Gabba og vini!

Líkur er á að sveit Betri Frakka hafi betur gegn Gumma og félögum. Síðarnefndu sveitinni má hrósa fyrir að hafa náð þetta langt og kannski heldur ævintýrið áfram?

Fróðlegt verður að sjá hvort Bridgefélag Breiðholts þvælist fyrir sterkustu sveit landsins, InfoCapital. Og umsjónarmaður telur galopið hvort austanmenn í Innskeifum kisa eða Málning hefur betur.

Hætta á misskilningi

Í síðustu umferð bikarkeppni Bridgesambands Íslands hafði sveit InfoCapital betur gegn Kjörís. Nokkrar sveiflur féllu þó Kjörís í hag og hér verður fjallað um eina þeirra:

Einn spilara Kjöríss dró upp ÁKGx-ÁDxÁKGxxxx og eyðu í laufi. Makker hafði passað á hættunni sem gjafari, næsti sagði pass. Í von um að einn tígull yrði ekki passaður niður fóru sagnir rólega af stað. Einn tígull meldaður á ofurspilin, næsti sagði pass og makker meldaði nú 2grönd sem neitaði hálit en sagði frá 10-11 punktum. En um var að ræða íhlaupamakker og margar stöður óræddar. Sá sem hélt á sterku spilunum hugsaði að þótt vel kæmi til greina að venda með 3 spaða sögn, væri engin leið að sjá hvort misskilningur gæti risið í kjölfarið í framhaldi sagna. Ekki var rætt hvort 3 tíglar væru krafa og jafnvel lykilspilaspurning gat farið forgörðum eða svarið misskilist. Til að gera langa sögu stuttu komst sá sem hélt á sterku spilunum að þeirri niðurstöðu að minnst áhætta fælist í því að stökkva í alslemmuna, 7 tígla. Sem reyndist ekki vandamál að vinna þegar makker átti tíguldrottningu, laufás fyrir niðurkast og fleira gott.

Þess eru sennilega ekki mörg dæmi að rökleg hugsun leiði spilara á þá slóð að minnsta áhættan sé fólgin í því að stökkva frá öðru sagnstigi yfir í alslemmu! En stundum þarf að stökkva en ekki hrökkva!

Tveir berjast um titil

Stefán Stefánsson og Gunnar B. Helgason hafa undanfarið verið efstir í bronsstigabaráttunni í Sumarbridge. Gaman er að segja frá því að Harpa Henrysdóttir og Bæring Henrysson náðu fyrstu bronsstigum sínum mánudaginn 11. september síðastliðinn en þau systkin eru nýliðar og slógu í gegn í jákæðni sinni í Bridgeþætti á Samstöðinni ekki alls fyrir löngu. Sumarbridge stendur yfir fram að 10. september.

Skylt efni: bridds

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...