Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Knútur Ásmundsson.
Jón Knútur Ásmundsson.
Menning 20. nóvember 2024

Ort um hvunndaginn og samband kynslóðanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Jón Knútur Ásmundsson er fæddur árið 1975 í Neskaupstað. Slög er hans önnur ljóðabók en áður kom út ljóðabókin Stím (2022) þar sem ort var um föðurmissi, samband kynslóðanna og veruleika smábæjarins, og smásagnasafnið Nesk (2007).

Dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör veitti Jóni Knúti í ársbyrjun sérstaka viðurkenningu fyrir ljóðin Fálæti og Legið yfir gögnum sem er að finna í Slögum.

Ljóð bókarinnar fjalla um hversdagslífið og eru mörg lágstemmd en oft meinfyndin, margræð og afar hnyttin.

Trommari á hlaupum

Jón Knútur segist aðspurður hafa fengist við eitt og annað gegnum tíðina. „Ég byrjaði á að bera út Austurland, málgagn Alþýðubandalagsins í Neskaupstað, tíu eða ellefu ára gamall, beitti þegar ég var unglingur, og svo fór ég í frystihúsið, netagerðina og allt þetta hefðbundna sjávarþorpsdæmi,“ segir hann.

Hann menntaði sig í félagsvísindum. „Ég fór í blaðamennsku í nokkur ár í framhaldinu, prófaði prent, útvarp og smá sjónvarp en gerðist svo upplýsingafulltrúi sem hafa jú orðið örlög margra blaðamanna á síðustu árum. Hef verið í þannig djobbi í tíu ár eða svo hjá Austurbrú. Lít samt á mig sem blaðamann fremur en upplýsinga- fulltrúa, bara svo það sé sagt!“ segir hann sposkur.

Jón Knútur segist eiga sér líf utan vinnu og leggi áherslu á að sinna því. „Ég á konu, börn og hund. Spila á trommur, sinni skrifum, les bækur ogferútað hlaupa.“

Safnar í sarpinn

Hann segist vakna snemma og skrifa daglega. „Ég fæ útrás fyrir vitleysisgang á samfélagsmiðlum og svo endar sumt í möppum í Dropboxinu mínu. Þær eru orðnar nokkrar og heita dularfullum nöfnum eins og „Malbik endar“, „Opið skrifstofurými“, „Lokuð búsetuúrræði“, „Þrammið í gúmmístígvélunum“ og fleira. Ég veit ekki hvernig þetta þróast. Kannski verður til önnur ljóðabók eftir nokkur ár. Kannski eitthvað annað. Ég bara veit það ekki og það er ekkert að trufla mig,“ útskýrir hann. Jafnframt segist hann enn blogga af og til á jonknutur.is.

Ábaksíðu bókarinnar eru ýmsar merkingar orðsins slög að finna: högg með hnefa, sláttur í hjarta og æðum, hljóð í klukku, ásláttur við vélritun eða trommuleik, huppur og skammrif af sláturdýri, mælikvarði á lengd minningargreina í dagblöðum.

Heimaslóð

Austfjarðaþokan víðsfjarri
Mjóafirði
sit inni í Sólbrekku
les í slitinni bók
um forfeður mína
sem bjuggu á Krossi
hér hinum megin í firðinum

kuldi
vosbúð
harðindi

þetta er frásögn
af ekta íslenskum barningi

langalangafi minn
leitaði loks betra lífs á Norðfirði
enda virtist sá staður gæddur
öllum þeim kostum
sem verstöðvar þurfa að hafa
bjó þar í húsi
sem hét hinu strangheiðarlega nafni
Harðangur

verandi yfirmáta sjálfhverfur
hugsa ég
um eigin stöðu
meðan ég drekk rjúkandi heitt kaffi
inni í Sólbrekku
og fylgist með börnunum mínum
fyrir utan gluggann að leik
við bæjarseppann

af svona fólki ertu kominn

mundu þetta

mundu þetta

líði þér einhvern tímann
eins og þú sért

ættsmár og einn

Slög, útg. Gjallarhorn, 2024, bls. 58-59

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...