Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Pat var útnefndur langlífasta mús sem ræktuð var í haldi fólks þegar hann var 9 ára og 209 daga.
Pat var útnefndur langlífasta mús sem ræktuð var í haldi fólks þegar hann var 9 ára og 209 daga.
Mynd / San Diego Zoo Wildlife Alliance
Utan úr heimi 27. febrúar 2023

Örlítil mús öðlast stóran titil

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Heimsmetabók Guinness hefur gefið músinni Pat nafnbótina langlífasta mús í umsjá fólks.

Pat fæddist á Náttúrulífsstofnun dýragarðsins í San Diego þann 14. júlí árið 2013 og er því á tíunda ári. Þetta nagdýr er af tegund Kyrrahafspyngjumúsa (e. Pacific pocket mouse) sem um tíma voru taldar aldauðar. Frá þessu er greint á heimasíðu San Diego Zoo Wildlife Alliance.

Músategundin er sú minnsta í Norður-Ameríku. Nafnið draga þær af pokum í kinnunum sem þær nota til að bera fæðu og efni til óðalsgerðar. Pyngjumýs voru áður algengar á Kyrrahafsströndinni milli Los Angeles og Tijuana, en eftir ágang fólks á búsvæði músanna hrundi stofninn árið 1932. Árið 1994 fannst lítill og einangraður stofn í Orange County eftir að mýsnar höfðu verið taldar útdauðar í 20 ár. Síðan hafa fundist tveir aðrir dýrastofnar sem eru einangraðir frá hvor öðrum.

Náttúrufræðistofnunin byrjaði að rækta mýs í haldi árið 2013 og árið 2016 var fyrstu músunum sleppt á ný búsvæði til að fjölga hinum einöngruðu stofnum. Árið 2017 skrásettu vísindamenn tilfelli þar sem pyngjumýs hefðu fjölgað sér án aðkomu fólks á þessum endurvöktu búsvæðum, þar sem þær höfðu áður þurrkast út. Pat fæddist þann 14. júlí á fyrsta ári verkefnisins og var 9 ára og 209 daga þegar hann sló heimsmetið. Á síðasta ári fæddust 117 ungar í 31 goti hjá náttúrufræðistofnuninni, sem er mesti fjöldi frá upphafi. Næsta vor mun stórum hluta þessara einstaklinga verða sleppt lausum til að styðja við uppgang tegundarinnar.

Við athöfn sem haldin var til heiðurs Pat var yfirmanni verkefnisins Debra Shier afhentur skjöldur frá Guinness. Af því tilefni sagði hún að stórar og smáar dýrategundir skiptu miklu máli fyrir jafnvægi vistkerfisins.

Ekki væri rétt að horfa framhjá pyngjumúsum, þrátt fyrir að þær væru ekki stórfenglegar og gætu jafnvel leynst í bakgörðum hjá fólki. Þeirra framlag til vistkerfisins felst meðal annars í því að dreifa plöntufræjum og að lofta um jarðveginn með gangnagreftri.

Skylt efni: Mýs | Heimsmet

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...