Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á faglegum nótum 22. mars 2023

Orkuöryggi er mikilvægt

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður.

Orkuöryggi og raforkuöryggi eru tvær greinar á sama meiði. Hvað er forgangsorka?

Orkuöryggi

Notendur eiga að hafa aðgang að hvers kyns orku, rafmagni, hitaveitu, annarri varmaorku, eldsneyti o.fl., þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Um þetta er kveðið á í orkustefnu, þjóðaröryggisstefnu og lögum. Þessu öryggi getur t.d. verið ógnað af göllum í raforkukerfinu eða slælegu viðhaldi eða úreldingu innviða, skemmdarverkum, náttúruvá eða ófriði.

Mikilvægt er talið að tilteknar lágmarksbirgðir eldsneytis séu ávallt í landinu og þeim dreift á nokkra staði.

Raforkuöryggi

Notendur eiga að hafa aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Notendur í öllum landshlutasamtökum sveitarfélaganna hafa orðið fyrir raforkutruflunum eða tímabundum skorti á raforku á þessari öld enda raforkumál eitt helsta umræðu- og viðfangsefni samfélagsins. Raforkuöryggi varðar bæði framleiðslu og afhendingu raforkunnar, sem og spennuflökt.

Afhendingaröryggi

Flutnings- og dreifikerfi raforku sýnir sig að vera óöruggara en raforkuverin. Það er auðvitað stærra og útbreiddara en virkjanasvæðin og „útsettara“ en þau.

Afhendingaröryggið felst í reglum, aðgerðum, tækni og endurbótum á aðstæðum og mannvirkjum sem miða að því að straumrof, spennusveiflur og hvers kyns rekstrartruflanir á raforkuflutningi verði sem allra minnstar.

Skerðanleg orka

Hugtakið er haft um raforku sem seld er með fyrirvara í heildsölusamningi. Það varðar mögulega skerðingu af hálfu framleiðandans, t.d. vegna framleiðslubrests og bilana í, eða skemmda á, sjálfu raflínukerfinu eða mannvirkjum þess. Orkufrek iðnfyrirtæki, heildsölufyrirtæki fjarvarmaveitna, fiskiðjur eða sundlaugar eru dæmi um aðila sem geta orðið fyrir skertri afgreiðslu raforku. Raforka seld sem skerðanleg nam rúmum 6.000 GWst (6 TWst) árin 2017 til 2021. Oft ber á að skerðanleg orka er nefnd ótrygg orka.

Forgangsorka

Hugtakið er haft um raforku sem seld er samkvæmt sérsamningi til orkusækinnar starfsemi og hefur forgang við afhendingu komi til orkuskerðinga.

Ein ástæða þess að málmiðjur sækjast eftir slíkum samningum er sú staðreynd að langvinnt straumrof veldur miklum framleiðslutöfum og kostnaði vegna flókinnar gangsetningar framleiðslunnar að nýju.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...