Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Orkugerðin gefur bændum 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota
Fréttir 2. október 2014

Orkugerðin gefur bændum 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Orkugerðinni ehf. kemur fram að stjórn hennar hafi ákveðið að gefa bændum samtals 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota í kynningarskyni. Nota verður kjötmjölið fyrir 1. nóvember.

Tilkynningin frá Orkugerðinni er svohljóðandi:

„Orkugerðin ehf. rekur verksmiðju í Flóanum sem tekur við lífrænum afurðum og framleiðir úr þeim fitu og kjötmjöl. Með þessum hætti eru sköpuð verðmæti úr afurðum sem ella þyrfti að urða með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Fitan er notuð til að kynda verksmiðjuna auk þess sem hluti hennar er seldur til lífdiesel framleiðslu.
Kjötmjölið er selt sem áburðarmjöl til uppgræðslu og sem áburður. Kjötmjöl hefur reynst ákaflega vel sem áburður í þeim tilfellum sem hæg losun áburðarefna er æskileg. Þetta gildir um landgræðslu, skógrækt, golfvelli og endurvinnslu túna.

Strangar reglur gilda um notkun á kjötmjöli. Það má aðeins nota á lönd sem nota á til fóðurgerðar ef notkunin er fyrir 1. nóvember ár hvert og landið skal friðað fyrir beit til 1. apríl á eftir. Kaupendur verða að undirrita skuldbindingu um að fylgja þessum reglum. Mjölið skal geymt þannig að ekki sé hætta á að skepnur komist í það.

Í mjölið er blandað áburðarkalki til að það nýtist ekki sem fóður.

Til að kynna kjötmjöl til áburðarnotkunar hefur stjórn Orkugerðarinnar ákveðið að gefa bændum samtals 100 tonn af kjötmjöli til notkunar samkvæmt þessum skilmálum. Mjölið verður afhent við dyr verksmiðju á næstu vikum og er hámarksmagn 10 tonn á hvern aðila.

Eigendur Orkugerðarinnar eru Sláturfélag Suðurlands, Sláturhúsið á Hellu, Reykjagarður, Sorpstöð Suðurlands og Ísfugl.“

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...