Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Orka sjávar óbeisluð
Fréttaskýring 19. október 2023

Orka sjávar óbeisluð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Engin verkefni eru í gangi á vegum stjórnvalda varðandi nýtingu sjávarorku hér við land.

Í lok mánaðarins er væntanleg skýrsla starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um m.a. möguleika í sjávarfallavirkjunum.

Sjávarorka er hrein, endurnýjanleg og sjálfbær auðlind. Hún er stórlega vannýtt og eru í henni miklir möguleikar til að mæta vaxandi alþjóðlegri þörf fyrir orku til framtíðar. Beislun sjávarorku er þó enn á byrjunarstigi og magn aflsins sem framleitt hefur verið fram til þessa fremur lítið.

Örfáir aðilar hafa á undanförnum árum kannað, svo einhverju nemi, kosti þess að nýta sjávarorku við Ísland, einkum við Vestfirði. Að því er best er vitað eru öll þau verkefni í hægagangi eða út af borðinu. Eitt íslenskt frumkvöðlafyrirtæki hefur unnið að þróun hægstraumshverfla frá árinu 2008. Kallað er eftir að stjórnvöld móti stefnu um að þau ætli að skoða sjávarorkunýtingu sem framtíðarvalkost í orkuöflun, líkt og flest þróuð lönd gera nú. Einnig að hafnar verði fyrir alvöru rannsóknir á þeirri gríðarlegu orkulind sem sjórinn umhverfis landið er. Lauslegur samanburður við nágrannalönd bendir til að heildarorka sjávarfalla gæti verið allt að 337 TWst/ári.

Sjá fréttaskýringu á bls. 20–23. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...