Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dagblaðið Íslendingur 03. maí árið 1957 segir frá opnun glæsilegs félagsheimilis, Freyvangs.
Dagblaðið Íslendingur 03. maí árið 1957 segir frá opnun glæsilegs félagsheimilis, Freyvangs.
Fréttaskýring 16. febrúar 2022

Óráðin örlög Freyvangs

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Samkvæmt fundargerð sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar nú í janúarlok kom fram að Finni Yngva Kristinssyni sveitarstjóra hefur verið falið að gera uppkast að tveggja ára samstarfssamningi við Freyvangsleikhúsið varðandi leigu þess og rekstur. Er áætlað að fyrstu drög verði sett á borðið nú á dögunum og forvitnilegt að sjá hvort komist verði að samkomulagi um afdrif þess.

Framtíð Freyvangs hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri eftir yfirlýsingu sveitarstjórnar um áætlaða sölu hússins - enda hýsir staðurinn bæði langa sögu og er að stóru leyti eina áhugaleikhús sveitarfélags Eyjafjarðarsveitar - og þá Akureyrar sem er næsti bær við. Áhugaleikhús Freyvangs hefur laðað að sér leikmenn hreppana en jafnframt að stórum hluta Akureyrarbúa sem hafa notið þess að láta ljós sitt skína á fjölunum. Það má geta þess að um þessar mundir standa yfir æfingar á leikritinu vinsæla Kardimommubærinn sem fer í sýningu í byrjun mars – leikararnir í bland búsettir í sveitinni og á Akureyri og mikil tilhlökkun í loftinu, bæði leikenda og þeirra sem á ætla að horfa.

Verðlag og mögulegur kostnaður

Á meðan að meðlimir Freyvangs- leikfélagsins sjálfs sjái sér ekki fært að kaupa staðinn (með verðmiða uppá um 65m króna) er áhugi þeirra eindreginn þegar kemur að því að halda starfi sínu hvað viðkemur húsinu áfram. Skiptar skoðanir hafa verið á hvort slíkt sé of kostnaðarsamt, jafnvel óþarft, enda hafi félagsheimilið Laugarborg nýverið verið gert upp með það fyrir augum að þjóna íbúum Sveitarfélags Eyjafjarðarsveitar.
Aðstandendur leikfélagsins telja þó tam. að viðhald á þeirra vegum bjóði upp á mun vægari fjárútlát enda urmull laghentra meðlima þess sem gætu tekið á ýmsum verkum í stað útboða sem gætu kostað sveitarfélagið milljónir.

Óvissa um eignarhald

Skoðaður var sá möguleiki að starfsemi leikfélagsins flyttist í Laugarborg, en var það ekki talinn heppilegur kostur miðað við umfang starfsemi Freyvangsleikhússins. Að auki má hafa í huga að í Freyvangi hefur leikfélagið borið aldur sinn og er, í huga sveitunga, rótgróinn staður töfra sviðsins enda féllu upphaflegir eignarhlutar Freyvangs, að nær helmingi eða alls 48 prósent, í hendur ungmennafélaga, kvenfélaga og annarra.

Upptalið; Ungmennafélagið Ársól 8%, Ungmennafélagið Árroðinn 8%, Ungmennafélagið Væringjar 4 % (þeir ánöfnuðu Freyvangsleikhúsinu síðar hlut sínum í húsinu) Framfarafélag Öngulsstaðahrepps 8%, Kvenfélagið Aldan 8%, Kvenfélagið Voröld 8% og Slysavarnadeildin Keðjan 4%.

Skráðir eigendur nú samkvæmt vefsíðu Eyjafjarðarsveitar, eru fyrir utan sveitarfélagið, Búnaðarfélag Öngulsstaðahrepps, Samherjar og Kvenfélagið Aldan-Voröld. Samkvæmt fyrirtækjaskrá skattsins kemur þó lítið fram á vottorði um skráningu raunverulegra eigenda.

Framtíð Freyvangs

Þó Freyvangur, ásamt Laugarborg hafi gengt félagsstarfsemi af ýmsum toga, kom fram í stefnumörkunarvinnu sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar varðandi framtíðarhlutverk félagsheimilanna – árið 2000 - að Freyvangi væri markað hlutverk leikhúss.

Örlög Freyvangsleikhússins eru þó, þegar þetta er skrifað enn óráðin, en ljóst er að starfseminni sé sjálfhætt náist samningar ekki og leikfélagið missi aðstöðuna í Freyvangi. Tillögur sveitastjórnar að samstarfi séu því í eldlínunni og verða hugmyndir að úrlausn vonandi á borð bornar nú í vikunni. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...