Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ásmundur Friðriksson hefur mikla trú á íslenska lambakjötinu og boðar bændur á fund til þess að ræða nýjar leiðir í markaðssetningu.
Ásmundur Friðriksson hefur mikla trú á íslenska lambakjötinu og boðar bændur á fund til þess að ræða nýjar leiðir í markaðssetningu.
Mynd / TB
Fréttir 14. desember 2017

Opinn fundur um markaðssetningu lambakjöts

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
„Við ætlum að boða bændur til fundar á þrettándanum þar sem fjallað verður um nýjungar í markaðssetningu á lambakjöti og enda fundinn á veglegri hádegisveislu, bændum að kostnaðarlausu,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður, sem hefur að eigin frumkvæði skipulagt viðburð í Íþróttahúsinu á Hellu 6. janúar næstkomandi. Hann heldur því fram að það séu mikil tækifæri að auka virði lambakjöts og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings.
 
„Þegar ég velti fyrir mér hvernig hægt væri að koma því við að bændur nytu aukinna tekna af þeim gæðum sem þeir framleiða varð til hugmyndin að fundi þar sem við blásum bændum bjartsýni í brjóst. Í samstarfi við IKEA, Kjötkompaníið, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið og sauðfjárbændur á Suðurlandi verður haldinn fundur í Íþróttahúsinu á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018 kl. 10.30. Að loknum erindum verður fundargestum boðið í mat með léttum veitingum, öllum að kostnaðarlausu,“ segir Ásmundur. Á fundinum verður sagt frá því hvernig fyrirtæki ná að hámarka verðmæti landbúnaðarafurða og eins hvernig stórverslun nær að selja gríðarlegt magn af lambakjöti á hagstæðu verði fyrir neytendur. Þá munu forsvarsmenn sauðfjárbænda halda erindi um markaðssetningu sauðfjárafurða.
 
10.000 manns njóta veitinga í IKEA
 
„Ég hef kynnt mér hvernig Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, og hans starfsfólk hefur náð ótrúlegum árangri í meðferð landbúnaðarafurða og sölu þeirra í IKEA-versluninni á Íslandi. Þar eru allt upp í 10 þúsund manns á dag sem njóta veitinga þegar mest er. IKEA hefur selt afurðir sem hafa verið lítt vinsælar og því ódýrar, til dæmis lambaskanka. Skankarnir hafa verið í boði í mörg ár en nú leitar IKEA leiða til að nýta fleiri hluta lambsins. Þórarinn mun fara yfir það á fundinum en líka segja frá því að bakaríið í IKEA notar lambafitu ásamt olíu til djúpsteikingar og notast við gamlar ömmuuppskriftir á kökum sem renna út eins og heitar lummur,“ segir Ásmundur.
 
Lambakjöt sem lúxusvara
 
Veisluþjónusta og verslanir Kjötkompanísins í Hafnarfirði, sem Jón Örn Stefánsson rekur, hefur náð góðum árangri í sínu markaðsstarfi og selur vandaðar steikur og fjölbreyttar  gæðavörur í sínu kjötborði, að sögn Ásmundar. „Salan gengur eins og enginn sé morgundagurinn! Kjötkompaníið verslar aðeins hágæða kjöt frá afurðastöðvum og fær sérvalda lambahryggi sem eru á bilinu 3,3–3,5 kg. Vinsælasti rétturinn hjá Kjötkompaníinu er Lambakonfekt, kótelettur sem seldar eru á 5.990 kr. kílóið og seljast mjög vel. Kjötborðið í verslunum þeirra er sannkallað augnakonfekt og fólk dáleiðist af því að sjá hvernig hægt er að bera kjöt fram og hreinlega borðar kjötið með augunum,“ segir Ásmundur. 
 
Bændur þurfa að njóta velgengni
 
„Þórarinn og Jón Örn munu segja frá því hvernig þeir hafa ásamt sínu starfsfólki markaðssett lambakjöt og landbúnaðarafurðir með gríðarlega góðum árangri. Annar með því að ná sem hagkvæmustu verði fyrir neytendur en hinn stílar á dýra gæðavöru. En það magnaða er að báðir eru að gera frábæra hluti og rekstur þeirra gengur mjög vel. Ég tel það mikilvægt að slík velgengni skili sér í betra verði til bænda,“ segir Ásmundur. Auk þeirra Þórarins og Jóns Arnars mun Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, ávarpa fundinn og Svavar Halldórsson mun fara yfir kynningar- og markaðsmál.
 
Skráning á bbl.is 
 
Ásmundur segist búast við miklum fjölda bænda á fundinn. „Það verður boðið upp á mögnuð erindi sem eiga eftir að blása bændum von í brjóst um bættan hag. Þá verður fundarmönnum boðið í mat af Kjötkompaníinu og IKEA þar sem þeir kynna afurðir frá eldhúsum fyrirtækja sinna og bjóða léttan drykk með matnum.“
Sá háttur verður hafður á að bændur þurfa að skrá sig til leiks á fundinn á vef Bændablaðsins, bbl.is. Gert er ráð fyrir góðri aðsókn en sætafjöldi er takmarkaður svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst með því að fylla út skráningarform sem er að finna hér.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...