Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Opinber heimsókn forseta Íslands  og frú Elizu Reid til Danmerkur
Fréttir 19. janúar 2017

Opinber heimsókn forseta Íslands og frú Elizu Reid til Danmerkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun næstu viku. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar mennta- og fræðasamfélags auk embættismanna frá utanríkisráðuneyti og embætti forseta.

Heimsóknin hefst þriðjudaginn 24. janúar með formlegri móttökuathöfn við Amalíuborgarhöll í Kaupmannahöfn og lýkur að morgni fimmtudagsins 26. janúar. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forseta til útlanda frá því hann tók við embætti í sumar.

Meðal helstu dagskráratriða 24. janúar eru heimsókn í Jónshús þar sem forseti hittir forsvarsmenn hússins, ræðir við fulltrúa úr fjölbreyttu félagsstarfi Íslendinga í Kaupmannahöfn og skoðar sýningu um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur, konu hans. Næst heldur forseti í Kristjánsborgarhöll, aðsetur danska Þjóðþingsins, og á þar fund með Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og situr hádegisverð í boði hans. Þá á forseti einnig fund með forseta þingsins, Piu Kjærsgaard. Frá Kristjánsborgarhöll liggur leiðin í Konungsbókhlöðuna, Svarta demantinn, en þar verður dagskrá helguð handritum og fornsögum. Við það tækifæri afhendir forseti veglega bókagjöf, 700 eintök af nýrri heildarútgáfu Íslendingasagna í danskri þýðingu en það eru allmörg íslensk fyrirtæki sem standa að baki bókagjöfinni. Margrét Danadrottning verður viðstödd þessa dagskrá auk annarra gesta. Um kvöldið býður drottningin forseta og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í Amalíuborgarhöll.

Miðvikudaginn 25. janúar hefst dagskrá forseta með heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla, sem kalla má systurstofnun Árnastofnunar á Íslandi, en þar eru varðveitt þau íslensk handrit úr safni Árna Magnússonar sem ekki var skilað til Íslands, stundaðar fjölþættar rannsóknir á þessum menningararfi og gefnar út vandaðar útgáfur. Þvínæst verður haldið í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgið þar sem fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína og áherslur á sjálfbærni, hátækni og fullnýtingu hráefna í matvæðaiðnaði. Þessi viðburður er skipulagður af Íslandsstofu. Í sömu byggingu reka dönsk stjórnvöld kynningarmiðstöð um sjálfbærni og umhverfisvernd, The State of Green, og mun forseti skoða hana ásamt Friðriki krónprins. Þá liggur leiðin til Alþjóða hafrannsóknaráðsins þar sem forseti mun kynna sér starfsemi þess og framlag til verndunar hafanna. Í hádeginu býður Kaupmannahafnarháskóli til hringborðsumræðu um þjóðernishyggju og hnattvæðingu þar sem forseti flytur ræðu og tekur þátt í samræðum ásamt hópi danskra fræðimanna og fjölmiðlamanna auk fulltrúa úr sendinefnd Íslands.

Síðdegis heimsækja forsetahjón ásamt Friðriki krónprins og Mary krónprinsessu Copenhagen Hospitality School, stóran matreiðslu- og þjónaskóla þar sem margir Íslendingar hafa menntast. Þá liggur leiðin í kynningar- og fræðslumiðstöð Marels á Amager en Marel er, sem kunnugt er, leiðandi fyrirtæki í tækni fyrir matvælavinnslu. Þvínæst heimsækir forseti galleríið Bredgade Kunsthandel og opnar sýningu á verkum íslenskra listamanna sem numið hafa eða starfað í Danmörku. Síðdegis býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Margréti Danadrottningu í Nordatlantens Brygge og lýkur með henni formlegri dagskrá heimsóknarinnar.

Auk þess að taka þátt í opinberum viðburðum heimsóknarinnar mun Eliza Reid forsetafrú eiga morgunverðarfund með Mary krónprinsessu 25. janúar og taka í kjölfarið þátt í sérstakri dagskrá með henni. Þær heimsækja leikskóla, sem hefur þótt skara fram úr m.a. með þjálfun í málfærni, og skoða jafnframt höfuðstöðvar alþjóðastofnana Sameinuðu þjóðanna í Danmörku. 

Skylt efni: Forseti Íslands | Danmörk

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...