Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Veggmynd Jóns Stefánssonar frá 1923, á vesturvegg í húsinu að Austurstræti 11 í Reykjavík, sýnir daglega önn í bændasamfélaginu sem enn stóð traustum fótum þegar hann málaði myndina.
Veggmynd Jóns Stefánssonar frá 1923, á vesturvegg í húsinu að Austurstræti 11 í Reykjavík, sýnir daglega önn í bændasamfélaginu sem enn stóð traustum fótum þegar hann málaði myndina.
Mynd / sá
Menning 22. janúar 2024

Ómetanlegt sveitalífsmálverk

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Risavaxið sveitalífsmálverk, veggmynd, situr eftir í gamalli bankabyggingu í hjarta Reykjavíkur eftir að starfsemin var flutt um set í ný húsakynni.

Þegar Landsbankinn flutti úr húsi sínu að Austurstræti 11 í Reykjavík sl. haust, eftir tæpa hundrað ára veru þar, voru auðvitað öll málverk bankans tekin með yfir í nýbygginguna við Reykjastræti 6 og sett upp þar eða deilt víðar. Nema þau sem voru máluð beint á veggi, þau fara hvergi.

Sumarið 1923 var listmálaranum Jóni Stefánssyni (1881–1962) falið að vinna kalkmálverk af íslenskum sveitabúskap ofan við viðarþiljur á vesturvegg í afgreiðslusal bankans í Austurstræti. Ári síðar málaði Jóhannes Sveinsson Kjarval veggmyndir við stigauppgang á annarri hæð og eru þau tengd sjávarútvegi.

Þóttu bæði verkin sæta tíðindum þar sem þau tengdust daglegu lífi fólksins í landinu. Þá voru svo stór og litrík veggmálverk í opinberri byggingu nýjung hérlendis. Var myndunum ætlað að minna þá sem í bankann ættu erindi á mikilvægi landbúnaðar og sjávarútvegs fyrir atvinnulíf þjóðarinnar. Hér er sjónum beint að veggmynd Jóns.

Málverk Jóns er svipmikið. Mynd / Landsbankinn

Merkilegt verk í íslenskri listasögu

„Landsbankinn er fyrsta opinbera byggingin á Íslandi, þar sem listmálarar eru látnir gera veggmyndir/ myndskreytingar,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. „Þá voru menn að horfa til þess að stórar bankabyggingar í „alvörulöndunum“ voru oft skreyttar „markverðum“ mótífum.“

Hann segir verk Jóns merkilegt í íslenskri listasögu. Um sé að ræða fyrstu „opinberu“ myndirnar, fyrstu myndir með freskutækni og fyrstu veggmyndir þar sem alþýðan og vinnan eru til umfjöllunar.

Austurstræti 11 er friðað, bæði ytra byrði hússins og innréttingar, þar með talið veggmyndirnar.

Verk Jóns Stefánssonar er svipmynd úr daglegum önnum í íslenskri sveit og var eitt fyrsta listaverk í eigu Landsbankans. Jón gerði líka málverk af fólki og héngu þau milli glugga í afgreiðslusal bankans.

Aðalsteinn segir að þetta sé eina veggmyndin sem Jón hafi gert. Nokkuð sérstakt sé að hann hafi tekið verkefnið að sér, þar sem hann hafði ekki lært þá tækni sem notuð er, þ.e. freskutæknina. Mögulega hafi hann gert myndirnar milli glugganna í salnum til að æfa sig. „Þetta fólk er svo sögupersónurnar í stóru veggmyndinni. Það er líka til lítil formynd af veggmyndinni, olíumálverk, einnig í eigu Landsbankans,“ bætir Aðalsteinn við.

Málverk Jóns af íslenskum sveitabúskap í afgreiðslusal Landsbankans var unnið árið 1923. Mynd / Landsbankinn

Engin leið að verðmeta verkið

„Veggmyndin er býsna mikilvæg á ferli Jóns, sú eina sinnar tegundar eftir hann, og mannamyndirnar eru æfingar fyrir margar mannamyndir sem hann gerði síðar.“

Engin leið er að nefna verðgildi í tengslum við þessa veggmynd, að sögn Aðalsteins. Hún sé enda kirfilega föst við vegginn, nánast óvinnandi vegur sé að fjarlægja hana og kaupandi verksins yrði um leið að kaupa bygginguna, eða í það minnsta þann hluta hennar sem veggurinn tilheyrir. Því virðist veggmyndin sjálfkrafa tilheyra eiganda hússins hverju sinni.

Hann reiknar með að ríkið muni taka yfir bankabygginguna. „Ég efast ekkert um að reynt verði að tryggja aðgengi almennings að henni. Safn er þó örugglega ekki inni í myndinni, það kostar offjár að breyta byggingunni í safn. Auk þess má ekkert hreyfa við innréttingum víða í húsinu,“ segir Aðalsteinn.

Skv. upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum var Austurstræti 11 enn í eigu Landsbankans seint á síðasta ári.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f