Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Öll þessi fæðuhugtök
Mynd / ghp
Leiðari 11. mars 2025

Öll þessi fæðuhugtök

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Undanfarinn mánuð hefur umfjöllun um matvæli verið skreytt ýmsum keimlíkum orðum. Á meðan viss hugtök eru orðin algeng í umræðunni eru önnur ný af nálinni.

Enn er nokkuð um að hugtökunum fæðuöryggi og matvælaöryggi sé ruglað saman en skilgreining þeirra er þó ólík. Á meðan fæðuöryggi fjallar um aðgang að mat snýr matvælaöryggi að því hvort maturinn sé öruggur til neyslu.

Samkvæmt skilgreiningu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) er fæðuöryggi (e. food security) til staðar þegar allir menn, á öllum tímum, hafa raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þeirra til að lifa virku og heilsusamlegu lífi.

Matvælaöryggi (e. food safety) er tryggt þegar matur er öruggur til neyslu. Matur er meðhöndlaður, matreiddur og geymdur þannig að hætta á matarsjúkdómum er í lágmarki. Matvæli eru varin fyrir sýkingarvöldum og efnasamböndum sem valdið geta neytendum heilsutjóni. Matvælaöryggi er hluti af fæðuöryggi.

Fæðusjálfstæði, (e. food independency) er lýst sem getu þjóðar til að framleiða innanlands þá fæðu sem dugir til að fullnægja reiknaðri fæðuþörf. Er það burtséð frá því hvort þjóð velur að selja hluta af hinni framleiddu fæðu og kaupa aðra fæðu í staðinn.

Út frá því er hægt að reikna sjálfsaflahlutdeild í fæðuframleiðslu (e. food self suffiency) sem er tölulegt mat á fæðusjálfstæðinu. Þar er heildarframleiðslu fæðu í landinu deilt með heildarneyslu. Þetta má svo reikna fyrir einstaka fæðuflokka eða vörur.

Eins og fram kemur í skýrslu með tillögum og greinargerð um aðgerðir til að auka fæðuöryggi á Íslandi, sem unnin var af Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2022, þá snýst mat og vöktun á almennu fæðusjálfstæði og sjálfsaflahlutfalli einstakra fæðuflokka ekki um að hafna alþjóðlegum viðskiptum með fæðu, heldur að þekkja bæði getu og raunveruleg afköst viðkomandi lands til eigin fæðuframleiðslu á hverjum tíma. Ýmsar rannsóknir sýna að stöndugar þjóðir velja gjarnan að hafa hátt sjálfsaflahlutfall sem mikilvæga stoð í sínu fæðuöryggi.

Á opnum fundi sem nokkur samtök sem tengjast íslenskum matvælum héldu í síðustu viku kynnti Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, hugtakið fæðufullveldi (e. food sovereignty) fyrir áheyrendum.

Hugtakið kom fram á Matvælaþingi Sameinuðu þjóðanna í Róm árið 1996 af alþjóðlegri bændahreyfingu, La Via Campesina, sem lagði það fram sem andsvar við ríkjandi matvælastefnu sem hún taldi stjórnast um of af frjálsum markaði og stórfyrirtækjum. Hreyfingin vildi færa valdið aftur til bænda og neytenda með áherslu á framleiðslu í nærsamfélögum, sjálfbærni og réttláta skiptingu auðlinda. Hugtakið styður staðbundna matvælaframleiðslu og viðgang hefðbundinna landbúnaðarhátta, þar með talið vernd landbúnaðarlands og vatnsauðlinda.

Þannig snýst fæðufullveldi ekki aðeins um að tryggja nægt fæðuöryggi, heldur einnig að hafa stjórn á hvernig maturinn er framleiddur.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f