Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Oliver – ekki Twist
Á faglegum nótum 30. desember 2014

Oliver – ekki Twist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Oliver Chilled Plow Works hóf framleiðslu á dráttarvélum í Bandaríkjunum árið 1930 en þá hafði fyrirtækið framleitt og selt plóga, herfi og önnur jarðvinnslutæki í 80 ár.

Fyrstu tilraunir fyrirtækisins til framleiðslu á traktorum hófust 1926 með hönnum á lítilli og léttri dráttarvél sem hentaði til að safna saman uppskeru af ökrum. Reynsluleysi í vélaframleiðslu stóð framleiðslunni þó fyrir þrifum. Þremur árum síðar, 1929, rann Oliver saman við þrjú önnur gamalgróin en á sama tíma fyrirtæki sem öll höfðu munað fífil sinn fegurri, American Seeding Machine Co., Nichols & Shephard og dráttarvélaframleiðandann Hart-Parr og eftir það fór framleiðslan að ganga betur.

American Seeding Machine Co., framleiddi sáningartæki og vélar til útplöntunar, Nichols & Shephard þreskivélar og tæki sem tengdust uppskeru, Hart-Parr dráttarvélar og Oliver Chilled Plow Works var með átta áratuga reynslu í framleiðslu á jarðvinnsluvélum. Samrnninn kom öllum fyrirtækjunum vel og eftir hann unnu Hart-Parr og Oliver saman að hönnum á nýjum traktor.

Nýja fyrirtækið fékk nafnið Oliver Farm Equipment Company.

Oliver- Hart-Parr Row Crop

Fyrsta dráttarvélin sem Hart-Parr og Oliver framleiddu eftir samrunann kallaðist því lipra nafni Oliver- Hart-Parr Row Crop og var 18 hestöfl, á dekkjum úr járni og með einu framhjóli.

Samruni og uppkaup

Talsverður völlur var á fyrirtækinu eftir samrunann. Árið 1930 keypti það McKenzie Manufacturing Company sem sérhæfði sig í framleiðslu á niðursetningar- og upptökuvélum fyrir kartöflur, 1943 bættist Ann Arbor Agricultural Machine Company, sem framleiddi heypressur sem eru frumgerðir baggabindivélanna, við. Ári seinna, 1952, bættist enn eitt fyrirtækið í safnið en það var fyrirtækið  A.B. Farquhar Company sem sérhæfði sig í framleiðslu  á landbúnaðartækjum.

Row Crop 70

Árið 1935 setti Oliver Farm Equipment Company á markað vél með sex strokka Waukesha-vél sem fékk heitið Row Crop 70. Sá traktor þótti einstaklega kraftmikill miðað við stærð en að sama skapi eyðslusamur á eldsneyti. Framleiðslu Row Crop 70 var hætt 1948 en þá voru 65.000 slíkir settir á markað.

Fyrirtækið þótti á sínum tíma í fremstu röð hvað nýja hugsun í hönnun og útlit dráttarvéla varðaði. Vélarnar voru um tíma straumlínulagaðar og jafnvel fútúrískar í útliti.

Hönnun vélanna var uppfærð 1950 og módel sem kölluðust Super 66, 77 og 88 sett á markað í samkeppni við minni gerðir af Ford-dráttarvélum.

Hluti af White, eins stærsta dráttar­vélaframleiðanda í heimi

Þegar hér var komið sögu var farið að halla undan hjá fyrirtækinu. Hinn 1. apríl 1960 keypti svo White Motor Corporation öll hlutabréf í The Oliver Corporation. Í dag er White Motor Corporation hluti af AGCO-samsteypunni sem var stofnuð árið 1990 og er í dag ein af stærstu framleiðendum dráttarvéla í heiminum.

Oliver á Ísland

Að minnsta kosti tvær Oliver-dráttarvélar voru fluttar til Íslands árið 1946, önnur var af gerðinni 60 en hin 70. Sjötíu-vélin fór ný að Eyvík í Grímsnesi en fer síðar í Lundarreykjardal. Þá vél er verið að gera upp í dag en ekki er vitað að svo stöddu um afdrif 60-vélarinnar. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...