Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Óheppni spilarinn
Mynd / Matthías Imsland
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég kunningja, spilara sem barmaði sér allverulega. Sjálfstraustið var horfið. Hann hafði tapað stórt í síðasta leik og nefndi að þegar hann vissi ekkert hvað hann ætti að melda – til dæmis eftir hindranir andstæðinga – virtist sem hann tæki alltaf ranga ákvörðun. Gamalkunnugt stef, hugsaði ég.

Norður gefur/AV á hættu. Eftir einkennilega fjögurra spaða sögn hjá suðri – kom að Kristni Þórissyni sem sat í vestur að vestri að melda. Hann doblaði réttilega. En hvað á austur þá að melda?

Flestir sérfræðingar sem umsjónarmaður hefur rætt við segja pass á hendi austurs. En mér fannst að einu góðu fréttirnar væru einspilið í laufi og sex tíglar sem aðeins gætu nýst ef tígull yrði tromp og tók þess vegna ranglega út úr doblinu og meldaði fimm tígla sem voru smellidoblaðir!

Mér varð hugsað til vinar míns sem alltaf tekur ranga ákvörðun þegar blindur kom upp. Ekki þarf doktor í raungreinum til að sjá að með laufstungu hefði verið hægt að fá sæmilega tölu ef maður hefði ekki asnast til að melda láglitageimið.

En ekki dugði að gefast upp. Ef trompkóngur kæmi í leitirnar og litlu hjónin í hjarta væru á vinstri hönd var smá von. Líkurnar ekkert sérstakar, vægast sagt. En tveimur mínútum síðar var talan 750 komin á blaðið, fimm tíglar doblaðir, staðnir slétt.

Stundum er því bæði hægt að taka „ranga“ ákvörðun og skora stig í bridds. Og það megið þið segja óheppna vini mínum ef þið rekist á hann...

NM fram undan

Norðurlandamót í bridds fer fram 5.–8. júní á Laugarvatni.

Ísland sendir lið í kvennaflokki og opnum flokki og verður spennandi að sjá hvernig okkar fólki gengur.

Hægt verður að fylgjast með viðureignum á Bridgebase online.

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri BSÍ, segir, spurður um væntingar, að ef allt gangi upp sé raunhæft að láta sig dreyma um gull í opna flokknum. Erfiðara sé að spá fyrir um gengið í kvennaflokknum en vonandi gangi allt vel. ÁFRAM ÍSLAND.

Skylt efni: bridds

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...