Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ögurballið 2021
Líf og starf 20. júlí 2021

Ögurballið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið árlega Ögurball var haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí sl. og fór vel fram í blíðskaparveðri. Hljómsveitin Þórunn & Halli tróðu upp að vanda en þau hafa spilað óslitið á Ögurballi frá 1999 og eru æviráðin. Erpur Eyvindarson tróð svo upp í hléi, en hann hefur verið svonefndur pásutrúður ballsins í fjölmörg ár.

Á Ögurballi koma kynslóðirnar saman og skemmta sér á alvöru gamaldags sveitaballi þar sem hefðirnar og rómantík svífur yfir vötnum. Ögurball teygir sig orðið yfir heila helgi, með ýmsum atriðum og er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Ballið er haldið í samkomuhúsi sveitarinnar sem var byggt 1925. Andlit Ögurballsins er sendiherra viðburðarins og í ár var það Mosfellingurinn Una Hildardóttir sem leiðbeindi nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði, stuð og ósvikna stemningu.

Thelma Rut Hafliðadóttir einn skipuleggjenda segir langa hefð fyrir þessu fornfræga balli: „Fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim til að skerpa ögn á þeim."

Skylt efni: Ögurball

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...