Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vaskir veiðimenn á rjúpu.
Vaskir veiðimenn á rjúpu.
Mynd / Hörður Jónsson
Í deiglunni 20. nóvember 2018

Oft verið miklu meira af rjúpu

„Við erum  búnir að fara tvisvar á rjúpu og fengið mjög lítið, einn og einn fugl. það var bara alls ekki mikið af fugli,“ sagði veiðimaður sem við hittum uppi á Holtavörðuheiði aðra helgina sem mátti fara á rjúpu.
 
Flestir eru sammála um að það sé minna af rjúpu en oft áður. Og einn kom með þá kenningu að lítið hefði verið af berjum á stórum hluta landsins, eins og fyrir vestan og norðan. 
 
„Rjúpan hefur bara ekki haft eins mikið að borða eins og venjulega, í Borgarfirði var mjög lítið af berjum, eiginlega ekki neitt bara,“ sagði þessi veiðimaður og það var margt til í þessu hjá honum.
 
Í Borgarfirði var varla ber á lyngi, sama hvað var leitað og leitað. Rigningasumar og sólarlítið.
 
Veiðimenn sem við höfum rætt við voru sammála um minni rjúpu eins og uppi á Holtavörðuheiði. Eftir tveggja tíma labb sást einn fugl og lítið annað. Einn hrafn á flugi og hann var alls ekki hvítur að sjá við fyrstu sýn.
 
Svona er þetta bara en einni helgi hefur verið bætt við og það hefur sitt að segja fyrir veiðimenn. 

Skylt efni: rjúpa | rjúpnaveiðar

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...