Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ofbeit vandamál sem þarf að leysa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Budbaatar Ulambayar er landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu og starfar við rannsóknir og ráðgjöf hjá frjálsum félagasamtökum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu beitilanda í Mongólíu.

„Starf mitt snýst að stórum hluta um jarðvegsvernd og beitarstjórnun. Ofbeit er mikil í landinu og henni fylgir iðulega gróður- og jarðvegseyðing. Þegar kemur að ofbeit eru það hross og geitur sem eru okkar helsta vandamál þar sem fjöldi þeirra hefur aukist mikið frá 1990 og að mínu mati verður að fækka í þessum stofnum ef ná á tökum á ofbeitinni. Loftslagsbreytingar eru einnig farnar að segja til sín í Mongólíu og land er farið að blása upp vegna þurrka.“

Frjálsu félagasamtökin sem Ulambayar vinnur hjá nefnast Green Gold Pasture Ecosystem Management Programme og þau vinna að rannsóknum á ástandi beitilanda og bættri beitarstjórnun með það að markmiði að koma í veg fyrir hnignun beitilanda og viðhalda gæðum landsins. Þetta gera þau m.a. með því að vinna með hirðingjum sem nýta landið og með því að aðstoða við að samþætta starf stofnana í Mongólíu sem hafa með skipulag, nýtingu og lagaumgjörð beitilanda að gera. „Green Gold Pasture-verkefnið er fjármagnað af þróunarsamvinnustofnun Sviss og tengist svipuðum verkefnum sem unnin eru í nokkrum löndum í Asíu.“

Ulambayar segist vonast til að með námi sínu hér á landi öðlist hann meiri þekkingu á beitarstjórnun og verndun vistkerfa almennt. „Eftir að ég kem aftur heim vonast ég til að geta unnið að verkefni sem felst í að kortleggja beitilönd og meta ástand þeirra og í kjölfar þess veita ráðleggingar um hversu mikil beitin má vera og þannig draga úr hættu á ofbeit. Kortlagning svæðanna er þegar hafin og hluti af verkefni mínu hér er að vinna úr þeim gögnum sem þegar eru fyrirliggjandi.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...