Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Dacia Dokker er 3,3 rúmmetrar að innanmáli.
Dacia Dokker er 3,3 rúmmetrar að innanmáli.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 18. júní 2018

Ódýr og hagnýtur Dacia Dokker

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í nokkurn tíma hef ég ætlað að prófa litla sendibílinn frá Dacia og þegar ég sá svoleiðis bíl innréttaðan sem húsbíl hjá einstaklingi kom það mér á óvart að svona lítill bíll gæti gagnast sem húsbíll svo ákvað ég að prófa gripinn. 
 
Bíllinn sem ég prófaði var með lokuðu þili á milli ökumannsrýmis og farangursrýmis og því uppsettur sem sendibíll.
 
Vélin sú sama og í Duster og Logan
 
Vélin er 1500cc. disel og skilar 90 hestöflum og er sama vélin og í Logan og Duster, en Duster átti ég í 2 ár og var afar ánægður með þann bíl í alla staði þar til kom að kerrudrætti, en 1500cc. dísilvél er ekki vænleg til að vera mikið í kerrudrætti. Hins vegar er þessi diselvél afar sparneytin, en uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 4,5 lítrar af disel á hundraðið. Mér tókst nokkrum sinnum við mismunandi aðstæður að ná eyðslunni á mínum Duster niður í 4,6 á hundraðið. 
 
Eftir prufuaksturinn á þessum litla sendibíl sagði aksturstölvan að miðað við 100 km akstur hefði ég verið að eyða 5,9 lítrum (í hávaðaroki og rigningu), nokkuð gott miðað við veður og að ég væri að keyra bílinn í fyrsta skipti.
 
Þægilegur í akstri og lítið malarvegahljóð, þrátt fyrir að vera á vetrardekkjum
 
Ég prófaði bílinn á mjög grófum malarvegi og kom á óvart hversu fjöðrunin var góð á mölinni og veghljóð lítið. Inni í hjólaskálunum að aftan heyrðist aðeins í smærri steinum sem mjúkir hjólbarðarnir skutu upp í innri afturbrettin Hjólbarðarnir undir bílnum voru heilsárs hjólbarðar (ónegld vetrardekk). 
Bíllinn er á dekkjastærðinni 185/65/15, en án vandræða er hægt að stækka dekkin um eina stærð til að fá belgmeiri dekk og enn betri fjöðrun.
 
Varadekk er í fullri stærð og er undir bílnum á stað sem nokkuð þægilegt er að ná undan án mikillar verkfræðiþekkingar.
 
Prufuaksturinn
 
Að keyra bílinn er þægilegt, en þrátt fyrir að Dacia séu ódýrir bílar þá mega þeir eiga það að ökumannssæti og sætið þar við hliðina í öllum bílum sem ég hef prófað frá Dacia eru góð og þægileg (aðeins síðri eru aftursæti í Duster og Logan). 
 
Mælaborðin eru einföld og hægt að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar til aksturs, en lítið umfram það nauðsynlegasta. 
 
Hliðarspeglarnir mættu vera stærri og ná lengra út til að fá betri sýn aftur fyrir bílinn, sérstaklega þegar verið er að bakka að einhverju eða í stæði.
 
Útvarpið fær ekki hjá mér neina stórtónleika einkunn, en dugir vel fyrir þetta litla rými sem er frammi í bílnum.
 
Verð og aukahlutir
 
Dacia Dokker kostar frá 2.340.000 (án vsk. 1.887.096), en hægt er að fá ýmsan aukabúnað s.s. dráttarkúlu, en uppgefin dráttargeta bílsins er 1200 kg. Persónulega myndi ég halda að það væri mikið „bílnýíð“að draga eitthvað sem er 1200 kg á þessum bíl. Ég myndi halda að 600 kg væri nóg fyrir 1500cc. 90 hestafla dísilvél. Auka álfelgur 15" og 16". Á 16" álfelgum verður bíllinn aðeins stífari og skemmtilegri á malbiki, en síðri á möl). 
 
Loka niðurstaða
 
Sennilega einhver ódýrasti litli sendibíllinn sem er á markaðnum í dag og ódýrasti í rekstri. Verð og gæði fara í flestum tilfellum saman sem er oftast rétt. 
 
Vissulega eru nokkur atriði sem vantar í þennan bíl sem er orðinn staðalbúnaður í sambærilegum bílum, svo sem bakkskynjarar eða bakkmyndavél svo eitthvað sé nefnt. 
 
Maður fær þó ekki allt fyrir ekkert og að mínu mati er hagkvæmt nú í augnablikinu að kaupa þennan bíl gagnvart framtíðinni, vitandi að eftir nokkra mánuði munu svona bílar og aðrir hækka töluvert í verði vegna nýrra mengunarviðmiða. 
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Hámarks burðargeta: 630 kg
Hæð: 1.809 mm
Breidd: 1.751 mm
Lengd: 4.363 mm
 
Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.bl.is.
 
 

6 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...