Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óðinshani
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2024

Óðinshani

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Óðinshani er fremur smávaxinn sundfugl og er einn af tveimur tegundum sundhana sem verpa á Íslandi. Óðinshani sést oftast á sundi, hann liggur fremur hátt á vatninu og er mjög kvikur. Hann spólar og hringsnýst á vatninu og rótar þannig upp fæðu. Hann dýfir gogginum síðan ótt og títt ofan í vatnið til að tína upp rykmý, brunnklukkur og smákrabbadýr. Óðinshanar eru að öllu leyti farfuglar og koma iðulega seinastir af farfuglum og hafa því skamma viðdvöl á Íslandi. Óðinshanar fara að tínast til landsins seinni hlutann í maí og síðan eru þeir að mestu farnir í lok ágúst. Það eru ekki nema tæp tíu ár síðan menn fundu út hvar íslenskir óðinshanar dvelja á veturna. Það var 2015 sem tókst að endurheimta óðinshana sem hafði verið merktur með litlum dægurrita. Þá kom í ljós að íslenskir óðinshanar leggja á sig meiri háttar ferðalag. Þessi litli fugl, sem vegur aðeins 40 grömm, hafði ferðast um austurströnd Norður-Ameríku, yfir Karíbahafið, yfir Mið-Ameríku og síðan yfir í Kyrrahafið þar sem hann dvaldi úti fyrir Perú. Þar er mikla fæðu að finna en þetta er langt ferðalag fyrir þennan litla fugl sem kemur til Íslands til þess eins að koma upp ungum og fara strax aftur.

Skylt efni: fuglinn

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f