Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Óáfengt vín æ vinsælla
Utan úr heimi 16. maí 2025

Óáfengt vín æ vinsælla

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Óáfeng víngerð sækir í sig veðrið í Evrópu og eftirspurnin eykst.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti nýlega aðgerðir til að efla samkeppnishæfni víngeirans og fela þær m.a. í sér öfluga kynningu á áfengislausu víni.

Heilsufarsáhyggjur, varnaðarorð gegn ölvunarakstri og breyttar neysluvenjur hjá yngri kynslóðinni hafa valdið því að áfengisneysla á mann í Evrópu dróst saman um 20% á milli áranna 2000 og 2019, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Framkvæmdastjórn ESB telur að efla þurfi samkeppnishæfni og seiglu víngeirans í ljósi breyttra neytendavenja, loftslagsbreytinga og óvissu á markaði.

Ýmsir vínframleiðendur innan Evrópu telja tímabært að snúa vörn í sókn gegn dvínandi eftirspurn og hafa því snúið sér að því að framleiða í auknum mæli áfengislaust vín og auka þannig nýsköpun og fjölbreytni á markaði.

Bragð og gæði að batna

Euronews fjallaði um þessa þróun fyrir skemmstu og nefndi sem dæmi að skammt frá borginni Charleroi í Belgíu hafi Associated Beverage Solutions (ABS) framleitt áfengislaust vín síðan 2018, með lofteimingu, ferli sem er sagt varðveita bragðefni og ilm betur en aðrar aðferðir. Þessi tækni felur í sér að hita vín í lofttæmi til að lækka suðuhita áfengis í 35 °C í stað um 90 °C. Það að fjarlægja alkóhól úr víninu breyti þó bragði þess þannig að öðrum hráefnum og ilmum sé bætt við á eftir.

„Bragð og gæði áfengislausra vína eru greinilega að batna,“ sagði Benoit Poisson, framleiðslustjóri hjá ABS, í samtali við Euronews.

Fyrirtækið framleiðir áfengislaus hvítvín og freyðivín í meira magni en rauðvín og rósavín. „Það er erfiðara að búa til rauðvín án áfengis vegna þess að bragðskynjun á því er þrungnari og erfiðara að ná jafnvægi þegar búið er að fjarlægja áfengið,“ útskýrði Poisson.

Framleiðsla fyrirtækisins á óáfengu víni jókst úr 1,2 milljónum lítra árið 2019 í 5,3 milljónir lítra árið 2024.

Norræn opnari fyrir nýungum

Vínbirgðir ABS koma aðallega frá Frakklandi, Spáni og Ítalíu. Meirihluti af áfengislausri vínframleiðslu þess er síðan seldur til skandinavískra landa, Hollands, Belgíu og Englands, landa sem eru opnari en önnur fyrir nýjungum hvað vín varðar, að sögn Francis Aguilar, framkvæmdastjóra ABS.

Skylt efni: Vínrækt

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f