Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýsköpun í Vaxtarrými
Líf og starf 13. október 2022

Nýsköpun í Vaxtarrými

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tíu nýsköpunarteymi voru valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Vaxtarrými sem hófst 3. október og stendur yfir næstu átta vikurnar á Norðurlandi.

Áhersla er á sjálfbærni, undir þemanu „matur, orka og vatn“. Meðal verkefna sem teymin fást við eru verðmætasköpun úr snoði, vinnsla á skarfakáli og vöruþróun úr úrgangi hænsna.

Vaxtarrými er starfrækt af samstarfsverkefninu Norðanátt, sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi á Norðurlandi.

Þetta er í annað sinn sem viðskiptahraðallinn er haldinn, en í fyrra tóku átta frumkvöðlateymi þátt.

Í tilkynningu frá Norðanátt kemur fram að teymin munu á næstu vikum hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja frá öllu landinu, sitja vinnustofur og fræðslufundi auk þess að mynda sterkt tengslanet sín á milli. Sérstök áhersla verður lögð á að hvetja þátttakendur til að sækja sér fjármagn í formi styrkja – og þeim veitt aðstoð við það.

Skylt efni: nýsköpun

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...