Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mýrkol er nýjung tengd endurheimt votlendis.
Mýrkol er nýjung tengd endurheimt votlendis.
Mynd / Bbl
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Verkefnið Mýrkol hefur verið kynnt sem nýtt íslenskt kerfi fyrir endurheimt votlendis í tengslum við kolefnismarkaði. Það er þróað af Landi og skógi í samstarfi við International Carbon Registry (ICR) og alþjóðlega sérfræðinga. Mýrkol er sagt marka tímamót í loftslagsaðgerðum Íslands og er hannað til að tryggja að endurheimt votlendis skili mælanlegum árangri og standist alþjóðlegar gæðakröfur.

Markmið og kröfusett verkefnisins

Undirbúningur Mýrkols hófst snemma árs 2024 með mótun aðferðafræði sem byggir á ISO 14064-2 stöðlum um mælingu og vottun losunar og kolefnisbindingar. Drög voru sett í opinbert samráð í febrúar 2025 og lauk því í mars.

Nú er aðferðafræðin á lokastigi staðfestingar hjá óháðum vottunaraðila. Vonir standa til að verkefnið fari í gegnum vottun síðla árs 2026, í samstarfi við YGG Carbon.

Mýrkol miðar að því að draga úr losun frá framræstu votlendi, einni stærstu uppsprettu koltvísýrings á Íslandi. Það á að tryggja vottun og gæði kolefniseininga með stöðluðum aðferðum og gagnsæi og enn fremur að stuðla að nýjum tekjumöguleikum fyrir landeigendur með sölu vottaðra kolefniseininga.

Gæði og gagnsæi í kolefnisbindingu

Kröfusett verkefnisins byggir á alþjóðlegum stöðlum og felur í sér vísindalega eftirfylgni með vatnsstöðu. Skráning á að vera skýr sem og birting gagna, til að tryggja gagnsæi. Vottun þriðja aðila fer fram áður en kolefniseiningar fara á markað. Þetta á að tryggja að endurheimt votlendis sé framkvæmd í sátt við náttúruvernd og líffræðilega fjölbreytni.

Aðferðafræðin er sögð taka mið af breytileika í ástandi votlendis og notar íslenska vistgerðaflokkun sem byggir á EUNIS-kerfinu til að meta áhrif endurheimtar á losun. Verkefnið er hluti af íslenskri loftslagsáætlun og er ætlað að styðja við skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...