Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða.
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða.
Fréttir 16. september 2014

Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði

Skref í áttina að betra afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum var stigið 3. september þegar iðnaðarráðherra tók formlega í gagnið nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Styrkingar hafa einnig farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er langt komin. Hún á að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsneti.

Heildarkostnaður við bygg­ingu nýja tengivirkisins og jarðstrengslagnir er um hálfur milljarður króna og kostnaður við varaaflsstöðina í Bolungarvík um einn og hálfur milljarður.

„Það er von okkar að þessi verkefni skili verulega bættu ástandi í raforkumálum hér,“ sagði Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, þegar nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði var tekið í notkun við athöfn vestra af iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.

Framleitt er mun minna rafmagn á Vestfjörðum en þar er notað og eina tenging svæðisins við byggðalínuhringinn er um svokallaða Vesturlínu. Afhendingaröryggi raforku hefur ekki verið ásættanlegt vestra og hefur það verið forgangsmál hjá Landsneti á undanförnum misserum og árum að bæta þar úr.
Þegar hefur verið komið fyrir sérstökum fjarvörnum á öllum línum Landsnets á Vestfjörðum sem dregur úr líkum á umfangsmiklu straumleysi og auðveldar bilanaleit. Endurbætur hafa farið fram á Tálknafjarðarlínu, bæði í sumar og fyrrasumar, og bygging varaaflsstöðvar í Bolungarvík er langt komin þar sem hægt verður að framleiða allt að 11 megavött (MW) inn á svæðiskerfið með sex dísilvélum. Þá lauk byggingu nýja tengivirkisins á Ísafirði síðsumars og var þörfin fyrir það orðin brýn. Gamla virkið var orðið úr sér gengið tæknilega, auk þess sem það er á snjóflóðahættusvæði í Stórurð og er þar í vegi fyrir nýjum ofanflóðavarnargarði.

Samstarfsverkefni Landsnets og Orkubús Vestfjarða

Nýja tengivirkið er staðsett á iðnaðarsvæðinu á Skeið, innan við Ísafjarðarkaupstað, við hlið kyndistöðvar Orkubús Vestfjarða. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...