Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýtt smáforrit frá ASÍ
Fréttir 23. janúar 2024

Nýtt smáforrit frá ASÍ

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur látið hanna nýtt smáforrit fyrir almenna neytendur til að fylgjast með vöruverði.

Með nýja smáforritinu, appinu Prís, geta notendur á fljótlegan hátt skoðað mismunandi verðlagningu einstakra vara milli verslana. Prís er aðgengilegt fyrir öll snjalltæki, bæði Android og iOS, og er neytendum að kostnaðarlausu.

Segir í frétt ASÍ að forritið sé „kröftugt innlegg Alþýðusambandsins í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú leggst á íslenskt samfélag. Standa vonir til þess að forritið auðveldi neytendum að veita virkt aðhald með samkeppni á smásölumarkaði.“ Í Prís er hægt að skanna strikamerki á vörum og fá upplýsingar um hvað sama vara kostar í fjölda annarra verslana.

Hyggst verðlagseftirlitið þróa smáforritið áfram og gera meðal annars verðsögu aðgengilega í því, ásamt fleiri viðbótum sem gagnast munu neytendum.

Prís smáforritið var unnið innan vébanda ASÍ en ríkisstjórnin kom að verkefninu með 15 milljóna króna styrk í anda þess að það sé sameiginlegt markmið beggja aðila með verkefninu að vinna gegn verðbólgu.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...