Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Mynd / Ok-maerket.dk
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í lagi, sem ætlað er að votta að starfsmenn fyrirtækja hafi kjarasamninga við stéttarfélag. Merkið er að danskri fyrirmynd.

Á málþingi á degi landbúnaðarins kom fram hjá Halldóru S. Sveinsdóttur, formanni Bárunnar, stéttarfélags, að Báran hefði undanfarið unnið með garðyrkjubændum í Friðheimum að merki sem nefnist Í lagi. Þetta væri hugmynd sem kæmi frá Danmörku og lýsti því að starfsfólk á viðkomandi stað hefði kjarasamning og að hugað væri vel að því launafólki.

Unnið með bændum í Sölufélagi garðyrkjumanna

Hugmyndin að innleiðingu slíks merkis á Íslandi er upprunnin í Friðheimum í Reykholti. Knútur Rafn Ármann í Friðheimum segir verkefnið búið að vera í vinnslu um allnokkurt skeið og til standi að koma merkinu í umferð síðar í vetur. Hópur bænda innan Sölufélags garðyrkjumanna muni taka merkið upp þegar undirbúningsvinnu sé að fullu lokið, en hún felur meðal annars í sér gerð gæðahandbóka innan viðkomandi fyrirtækja.

„Merkið er hugsað sem jákvæður hvati til fyrirtækja og verkalýðsfélaga – að búa til jákvætt samtal þessara aðila með hvatningu,“ segir Knútur. Hugsunin sé að fyrirtæki geti haft vottun um að hugað sé vel að starfsfólki og það sé, ásamt fleiri þáttum, jákvætt að neytandinn geti valið sér vöru sem hafi slíka vottun, auk þess sem það styrki innlenda framleiðslu gagnvart innfluttri vöru. ASÍ hefur einnig lagt verkefninu lið.

Undirbúningi að ljúka og merkið í samþykktarferli

„Fyrirmyndin kemur frá Danmörku,“ segir Halldóra. „Það sem við erum að tala um er að fyrirtæki fær þetta merki ef það hefur kjarasamning við viðkomandi stéttarfélag. Hér erum við að þekja 90% markaðarins með kjarasamningum,“ útskýrir hún. Fyrirtækin geti þannig merkt vörur sínar með Í lagi, til glöggvunar fyrir neytendur.

„Hugmyndin er að við samþykkjum að fyrirtækin séu að fara eftir kjarasamningum og að greiða rétt laun og þá fá þau stimpilinn Í lagi. Þetta hefur verið samvinnuverkefni okkar og Friðheima eingöngu enn þá. Friðheimar eru svo að vinna í baklandi garðyrkjubænda,“ segir hún enn fremur. Undirbúningi sé nánast lokið en merkið hafi ekki verið formlega samþykkt enn sem komið er.

Danir notað OK-merki í mörg ár

Danska OK-merkið er líklega fyrirmynd Í lagi-merkisins. Það hefur verið allmörg ár í umferð og er sameiginlegt átak um 65 danskra verkalýðsfélaga. Merkið á að tryggja öryggi til mannsæmandi launa skv. kjarasamningi, orlofs og fæðingarorlofs. Um 1,3 milljónir launafólks í Danmörku munu vera undir OK-merkinu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...