Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Viðmót hins nýja mælaborðs úrgangstölfræði hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Viðmót hins nýja mælaborðs úrgangstölfræði hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Fréttir 21. ágúst 2025

Nýtt mælaborð yfir úrgangstölfræði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýtt mælaborð yfir úrgangstölfræði á Íslandi hefur verið tekið í notkun á vef Umhverfis- og orkustofnunar. Það leysir eldra mælaborð af hólmi og á að gefa ítarlegri upplýsingar auk þess sem viðmót er aðgengilegra.

Það gefur yfirlit yfir nýjustu útgefnar tölur; hvernig úrgangsmagn og meðhöndlun hefur þróast á síðustu árum – allt aftur til ársins 2014. Þar er einnig Íslandskort með upplýsingum um hvar úrgangurinn myndast.

Margvíslegir síunarmöguleikar

Með síunarvalmöguleikum er hægt að skoða úrgangstölur sveitarfélaga, hvernig úrgangur skiptist niður á yfirflokkana heimilisúrgang, rekstrarúrgang og úrgang frá mannvirkjagerð og hvernig meðhöndlun úrgangs er eftir tegund úrgangs.

Upplýsingarnar sem eru birtar í mælaborðinu eru réttustu upplýsingar hverju sinni, en nýjustu tölur eru frá 2023. Hluti gagna frá 2024 er komið inn á mælaborðið – en þar er gagnasöfnun ekki lokið og því um bráðabirgðagögn að ræða.

Uppruni og farvegur úrgangs rakinn

Vonast er til að með nýju og betra mælaborði geti sveitarstjórnir, lögaðilar og almenningur betur rakið uppruna og farveg úrgangs.

Árið 2021 var gefin út ný heildarstefna í úrgangsmálum á Íslandi sem bar nafnið Í átt að hringrásarhagkerfi. Á vef Umhverfisog orkustofnunar kemur fram að stefnan skiptist í tvo meginhluta; stefnu um úrgangsforvarnir, Saman gegn sóun, og stefnu um meðhöndlun úrgangs.

Í Saman gegn sóun er lögð áhersla á að draga úr úrgangsmyndun og viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er. Stefnan var eitt fyrsta skrefið sem stigið var í innleiðingu á hringrásarhagkerfi á Íslandi.

Stefna um meðhöndlun úrgangs kom í stað Landsáætlunar um úrgang 2013–2024. Stefnan hefur þrjú meginmarkmið; að draga úr losun frá meðhöndlun úrgangs, stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu með því að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs, draga úr urðun og hætta urðun lífbrjótanlegs úrgangs og loks að sá úrgangur sem fellur til fái viðeigandi meðhöndlun svo hann skapi ekki hættu fyrir heilbrigði manna og dýra eða valdi skaða á umhverfinu.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...