Hvatt til meiri matvælaframleiðslu
Utan úr heimi 6. janúar 2026

Hvatt til meiri matvælaframleiðslu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sænskir bændur gætu framleitt mun meira af landbúnaðarafurðum en þeir gera í dag, skapi stjórnvöld betri skilyrði.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Lantbrukarnas Riksförbund (LRF, sænsku bændasamtökin), sem vefmiðillinn Land.se greinir frá. Skýrslan sýnir að framleiðslugeta í mörgum greinum er langt umfram núverandi nýtingu, en pólitískar ákvarðanir og reglur hamla vexti.

LRF telur að hægt sé að auka framleiðslu í allmörgum landbúnaðargreinum um 10-14% og að framboð landbúnaðarafurða geti aukist úr 57% í allt að 80% fram til ársins 2035

„Við höfum sett okkur hærri markmið en Jordbruksverket (Sænska landbúnaðarstofnunin), sérstaklega í framleiðslu dýraafurða,“ segir Palle Borgström, formaður LRF. Hann bendir á að Svíþjóð hafi sterka stöðu með góðri dýravelferð, lágri sýklalyfjanotkun og litlum umhverfisáhrifum. „Í ljósi öryggis og fæðuframboðs eru öll rök fyrir aukinni framleiðslu til staðar,“ segir hann.

Skýrslan er einnig hugsuð sem hvatning til að sýna að landbúnaður er framtíðargrein með tækifæri. Borgström segir að LRF hafi „lausnamiðað sjónarhorn“ og vilji leggja fram tillögur sem styrki samkeppnishæfni og tryggi fæðuöryggi.

Sænskir bændur glíma við háan framleiðslukostnað og strangar reglur sem gera þeim erfitt fyrir í samkeppni við erlenda framleiðendur.

„Ef við ætlum að mæta aukinni eftirspurn, þarf aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og skapa hagkvæmara rekstrarumhverfi,“ segir Borgström. Hann vonast til að hluti tillagna LRF verði að veruleika á næstu árum.

Skýrslan bendir á að aukin framleiðsla í Svíþjóð myndi ekki aðeins styrkja fæðuöryggi heldur einnig stuðla að loftslagsmarkmiðum. „Landbúnaður og skógargeirinn eru hluti af lausninni á stærstu áskorunum samfélagsins,“ segir Borgström. „Þetta snýst um öryggi, matvælaframboð og loftslagsaðgerðir.“

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...