Hljóðbylgjutækni í eldvörnum vekur vonir um að skala megi hana upp og nota gegn skógareldum í framtíðinni.
Hljóðbylgjutækni í eldvörnum vekur vonir um að skala megi hana upp og nota gegn skógareldum í framtíðinni.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 6. janúar 2026

Hljóðbylgjur slökkva elda

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hljóðbylgjur gætu mögulega orðið lykiltæki í baráttu við skógarelda.

Samkvæmt Scientific American hefur bandaríska fyrirtækið Sonic Fire Tech þróað kerfi sem notar infrasound (hljóð sem er lægra en tíðni mannlegrar heyrnar nemur) til að slökkva litla elda áður en þeir breiðast út.

Teikning / Sonic Fire Tech

Grunnurinn að tækninni er að fjarlægja eitt af þremur lykilskilyrðum elds, það er að segja súrefni. „Það er í raun að láta súrefnið titra hraðar en eldsneytið getur nýtt það, þannig að þú stöðvar efnahvarfið,“ segir Geoff Bruder, flugverkfræðingur og stofnandi Sonic Fire Tech. Fyrirtækið hefur sýnt fram á að kerfið virkar í allt að 7,5 metra fjarlægð.

Hugmyndin er ekki ný. Varnarmálastofnun Bandaríkjanna rannsakaði aðferðina á árunum 2008–2011, og vísindamenn hafa þróað svipaðar lausnir, meðal annars slökkvitæki sem líktist subwoofer (magnari fyrir lágtíðnihljóð) árið 2015. „Áhrif hljóðs á eld eru vel þekkt í bruna,“ segir Albert Simeoni, prófessor við Worcester Polytechnicstofnunina. „Áskorunin er að skala tæknina upp án þess að skapa truflandi eða skaðleg hljóðáhrif.“

Sonic hefur þegar hannað kerfi gegn húsbrunum og notar infrasound, bylgjur undir 20 hertz sem eru utan tíðnisviðs mannlegrar heyrnar og ferðast lengra en hærri tíðnir. Kerfið nýtir stimpla sem knúnir eru af rafmótor og senda bylgjur í gegnum málmrör á þaki og undir þakskeggjum húsa. Skynjarar virkja kerfið sjálfkrafa þegar logi greinist og mynda „kraftsvið“ sem hindrar nýja kveikju.

Tæknin virkar enn sem komið er aðeins á litla loga, að sögn Arnaud Trouvé hjá háskólanum í Maryland, en áhuginn á að þróa tæknina frekar er mikill. Sonic vinnur nú með tveimur orkufyrirtækjum í Kaliforníu og hyggst setja upp 50 tilraunakerfi snemma árs 2026. Nokkrir húseigendur hafa þegar skrifað undir samninga um kerfið.

Skylt efni: hljóðbylgjur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...