Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Halldór Þorgeirsson.
Halldór Þorgeirsson.
Fréttir 4. júní 2024

Nýtt loftslagsráð tekur til starfa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýtt loftslagsráð hefur verið skipað af Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Loftslagsráð er nú skipað níu fulltrúum sem hafa reynslu og þekkingu af loftslagsmálum og hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Frá þessu greinir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Halldór Þorgeirsson, fyrrum yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), er áfram skipaður formaður ráðsins og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er áfram varaformaður.

Auk þeirra sitja í ráðinu Halldór Björnsson loftslagsfræðingur, Helga J. Bjarnadóttir sviðsstjóri hjá Eflu, Stefán Þ. Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, Auður A. Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, Bjarni M. Magnússon prófessor, Bjarni D. Sigurðsson prófessor og Þorgerður M. Þorbjarnardóttir jarðfræðingur. Varamenn eru Helga Ögmundardóttir dósent og Ingibjörg S. Jónsdóttir prófessor. Í ráðinu eiga einnig sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskóla- samfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka, auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi þar sæti.

Loftslagsráð var fyrst sett á fót á grundvelli þingsályktunar 2018 og aftur 2019 í kjölfar breytinga á lögum um loftslagsmál.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að hlutverk loftslagsráðs skuli tekið til endurskoðunar, með aukinni áherslu á ráðgefandi hlutverk og vísindastarf, auk aðhalds- og eftirlitshlutverks gagnvart stjórnvöldum. Þeirri endurskoðun er nú lokið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...