Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar.
Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar.
Mynd / TB
Fréttir 6. maí 2020

Nýtt hlaðvarp: Landvernd stendur vaktina

Höfundur: Ritstjórn

Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands. Samtökin voru stofnuð árið 1969. Þau eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru um 6.000 félagar í Landvernd.

Landvernd lítur svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Samtökin hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Loftslagsmálin mikilvæg

Tryggvi getur þess í samtalinu að afskipti Landverndar af loftslagsmálum megi rekja allt til ársins 2005 en þá var stofnaður sérstakur lofslagshópur sem sendi frá sér tillögur sem snertu m.a. sjávarútveg, samgöngur, kolefnisbindingu og landbúnað svo eitthvað sé nefnt. Stjórnvöld þess tíma höfðu sent frá sér hugmyndir sem Tryggvi sagði að hefðu verið afar léttvægar – og ekki var hlustað á Landvernd. Það var ekki fyrr en 2018 að fram komu tillögur frá ríkisstjórninni sem Tryggvi sagði að hefðu ekki heldur verið fullnægjandi en von er á skarpari tillögum frá stjórnvöldum. „Við hefðum betur farið af stað með ráð Landverndar í farteskinu árið 2005. Tíminn skiptir svo miklu máli. Við höfum enn tíma en hann er ekki mikill.“

Tryggvi segir að margar helstu lagabætur í umhverfismálum á Íslandi megi rekja til þátttöku Íslands í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi, en oft sé framkvæmt – eða rætt um að framkvæma - ýmislegt sem sé í andstöðu samþykktir landsins á erlendum vettvangi. Meðal annars af þessum ástæðum þurfi Landvernd að standa vaktina.

Hlaðvarpsþáttur Landgræðslunnar er í spilaranum hér undir en einnig er hægt að nálgast hann á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...