Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gísli Matthías Auðunsson.
Gísli Matthías Auðunsson.
Mynd / Einkasafn.
Fréttir 6. apríl 2020

Nýtt hlaðvarp: Gísli Matt sækir í rætur íslenskrar matarmenningar

Höfundur: Ritstjórn

Gísli Matthías Auðunsson er viðmælandi Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum Máltíð. Gísli Matt, eins og hann er alltaf kallaður, hefur sett verulegt mark á veitingageirann þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur náð góðum árangri í rekstri og er þekktur fyrir frumleika og að sækja í rætur íslenskrar matarmenningar. Gísli er oftast kenndur við veitingahús sín Slippinn í Eyjum og Skál á Hlemmi Mathöll. Í þættinum er m.a. rætt um viðbrögð veitingageirans við COVID-19-ástandinu sem nú varir. 

Lítum okkur nær í hráefnavali

Gísli er ötull talsmaður þess að við gætum vel að okkar íslenska hráefni, lítum okkur nær í hráefnavali og pössum upp á virðiskeðju íslenskra matvæla. Hann segist ekki geta sagt gestum sínum sömu sögu og gert sömu hluti á veitingahúsum eins og t.d. Slippnum ef við nýttum að stærstum hluta innflutt hráefni. „Margt það sem okkur þykir hversdagslegt í okkar matarkörfu er í raun mikils virði,“ segir Gísli og bætir við að viðskiptavinir veitingahúsanna treysti á að hráefnið sé gott og unnið að fullum heilindum.

Máltíð er aðgengileg á öllum helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér undir.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...