Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Mynd / Chris Stenger
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson, fyrrverandi ráðunautur í sauðfjárrækt

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á einn eða annan hátt.

Sveinn Hallgrímsson

Nytjaskógur er skógur sem gefur af sér við til sölu eða til að nota í gagnlega hluti. Þú gætir byggt þér hús úr trjánum í nytjaskógi. Birkið var hér áður fyrr notað til að refta þök, til eldiviðar og fleira. Notað undir torfið, en þá þurfti rafta undir til að halda þakinu uppi. Birkiskógar voru nytjaskógar hér áður fyrr. En við byggjum ekki hús úr birkiskógunum okkar í dag, eða hvað? Til þess er íslenska birkið of kræklótt, ekki nothæft í borðvið, eða rafta. Er birkiskógur þá ekki lengur nytjaskógur? Er kanski hægt að nota hann til að binda kolefni? Breyta CO2 í kolefni í trjám og minnka þannig koltvísýring í andrúmsloftinu: Auka súrefni andrúmsloftsins á kostnað koltvísýrings? Auðvitað er það hægt. Er það varanleg aðgerð eða er það bara skammtímalausn?

Ég hef áður bent á að beit eykur uppskeru. Það gerist líka þegar túnið er slegið aftur. Slegið tvisvar sama sumarið. Uppskeran eykst. Þetta vita bændur. Skógarplöntur sem er plantað á árinu 2024 fara ekki að binda kolefni fyr en eftir 12–14 ár. Fram að þeim tíma er plantan að borga fyrir uppeldið. Borga upp lánið, fjárfestinguna. Eftir það fer hún að safna ,,kolefnisspori“, binda kolefni og minnka koltvísýring andrúmsloftsins. Heldur hún áfram að safna kolefnisspori um aldur og ævi, eða hvað? Nei, það gerir hún ekki.

Nýting er forsenda hringrásar

Hér þurfum við að staldra við. Tré, eins og aðrar lífverur, eiga sitt æviskeið. Í náttúrunni vaxa tré upp af fræi, og byrja því strax að leggja inn á bankann, en það er samt ekki talið eins ,,hagkvæmt“ að láta ,,nytjaskóg“ vaxa upp af fræi.

Nytjaskógur gefur mest af sér ef hann er nytjaður eftir ákveðinn árafjölda, þegar flest trén hafa náð ,,fullum þroska“. Þetta þarf að gerast á ákveðnum tímapunkti. Þá er skógurinn höggvinn og framleiddur viður. Viður sem við notum, nytjaviður, nytjaskógur. Skógarbóndinn veit að það er hagkvæmara að planta nýjum trjáplöntum, í stað þess að láta skóginn vaxa upp af fræi.

Í skógi sem ekki er nytjaður vaxa trén áfram þar til þau hætta að vaxa og deyja. Rotna og skila kolefninu aftur til náttúrunnar í formi koltvísýrings. Nytjaskógur, skógur sem er nýttur til viðarframleiðslu. Byggja eitthvað sem gagnast okkur mannfólkinu til að lifa á eða af.

Nytjaskógur, nytjaplöntur (t.d. grænmeti), grös, beit fyrir búfé (til að framleiða kjöt) er eitthvað sem við nýtum okkur til framfærslu. Ef við nýtum ekki skóginn, grasið eða grænmetið, þá rotnar það og skilar kolefninu, í formi koltvísýrings, aftur út í andrúmsloftið.

Nýting auðlinda er frumskilyrði þess að þær hjálpi okkur að minnka koltvísýring andrúmsloftsins. Hvort sem auðlindin er hvalur, gras, skógur, lundi eða annað sem leggur sitt af mörkum til að viðhalda lífi á móður jörð. Stundum leiðir það að nýta ekki tegundina til hnignunar hennar. Þetta gæti hafa gilt um lundastofninn, en veiðar á lunda voru bannaðar á liðnu hausti. Rétt hefði verið að leyfa háfaveiðar. Þær leiða til þess að geldfugl veiðist, sem ætti að leiða til meira fæðuframboðs fyrir fugla sem eiga unga, og til ungfugla. Betri skilyrða fyrir aðra fugla stofnsins. Meiri viðkomu. Frumskilyrði þess að skógur bindi kolefni til langs tíma er að hann sé nýttur. Trén séu ,,hoggin“ og nýjum skógi plantað, eða hann látinn vaxa upp af fræjum. Þá erum við með nytjaskóg, hringrás, og varanlega bindingu kolefnis til langs tíma. Skógurinn bindur meira kolefni ef hann er nytjaður heldur en ef hann er látinn deyja og rotna engum til gagns. Hið sama gildir um grasið. Ef það er ekki nýtt, til dæmis sem beit fyrir búfé til að framleiða kjöt, mjólk eða annað (til dæmis reiðhesta), þá hverfur það aftur til náttúrunnar, rotnar og myndar gös sem valda hlýnun andrúmsloftsins. Það gerist auðvitað ekki á einu ári. Ekki heldur á 10, 20 eða 30 árum. Við erum að tala um þróun. Aldir! Það sem ég er að reyna að segja er, að til að kolefnisbinding í skógi hafi áhrif, bindi kolefni til langs tíma, þarf að nýta skógarviðinn okkur til framdráttar. Við byggðum hús úr viði í staðinn fyrir að byggja hús úr steypu, sem dæmi. Við smíðuðum bekki og borð úr viði í stað plasts. Notum efni sem binda kolefni. Hættum að nota efni sem hafa hátt kolefnisspor í stað efna sem hafa bundið kolefni. Tekið kolefnið, C, úr koltvísýringi, CO2, og skilað súrefni út í andrúmsloftið!

Nytjaskógar, nytjaplöntur og nytjaland eiga það sameiginlegt að binda kolefni. Hafa jákvætt kolefnisspor.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...