Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri.
Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri.
Mynd / Bbl
Fréttir 6. nóvember 2025

Nýsköpunarklasi á Hvanneyri

Höfundur: Þröstur Helgason

Í dag, 6. nóvember, verður formlega opnaður nýr nýsköpunarklasi á Hvanneyri í tengslum við UNIgreenháskólasambandið. Með klasanum tengist Vesturland beint við öflugt alþjóðlegt samstarf átta háskóla í Evrópu sem leggja áherslu á sjálfbæran landbúnað, líftækni og matvælaiðnað framtíðarinnar, segir í fréttatilkynningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Markmið klasans er að skapa vettvang þar sem hugmyndir geta þróast í verkefni og ný fyrirtæki. Nemendur, vísindamenn og frumkvöðlar fá aðgang að aðstöðu, leiðsögn og alþjóðlegu tengslaneti til að vinna að lausnum tengdum landbúnaði, líftækni, matvælaöryggi og grænni orku.

„Við viljum að þessi klasi verði brú milli vísinda og atvinnulífs,“ segir Christian Schultze, alþjóðafulltrúi LbhÍ og einn af leiðandi aðilum verkefnisins „Þannig fá hugmyndir sem spretta upp í héraðinu tækifæri til að vaxa og dafna.“

Klasinn er ekki eingöngu ætlaður háskólanum. Allir íbúar Vesturlands geta leitað þangað með sínar hugmyndir og fengið aðstoð við að þróa þær áfram. Þar verður í boði ráðgjöf, aðgangur að tækjum og tenging við sérfræðinga bæði heima og erlendis.

Þetta eykur möguleika íbúa til að stofna eigin fyrirtæki eða hefja verkefni sem byggja á nýsköpun og sjálfbærni.

Opnun – öllum boðið að taka þátt

Opnunarhátíðin verður haldin fimmtudaginn 6. nóvember kl. 12.00 á Hvanneyri. Þar verður farið yfir markmið verkefnisins, boðið verður í skoðunarferð um aðstöðuna og veitingar í boði.

„Þetta er nýr áfangastaður fyrir hugmyndir á Vesturlandi,“ segir Lukáš Pospíšil, verkefnastjóri Landbúnaðarháskólans. „Við viljum að hver og einn geti komið með hugmyndir sínar og fundið hér stuðning og úrræði til að láta þær verða að veruleika.“

Skylt efni: Hvanneyri

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...