Frá Meistarabúðum kugmyndasmiða sem fóru fram í Elliðaárstöð í júní. Ungir hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum nýsköpunarhæfni.
Frá Meistarabúðum kugmyndasmiða sem fóru fram í Elliðaárstöð í júní. Ungir hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum nýsköpunarhæfni.
Mynd / Hugmyndasmiðir
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar. Forsvarsmenn verkefnisins hafa gefið út bók og sjónvarpsþætti og eru með reglulegar smiðjur og námskeið í Elliðaárdal.

Svava Björk Ólafsdóttir

Á bak við Hugmyndasmiði eru þrír aðilar. Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun, Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur og verkefnastjóri og Ninna Þórarinsdóttir barnamenningarhöfundur. „Við mynduðum þetta teymi því að okkur fannst vanta vettvang fyrir börn til að fræðast meira um nýsköpun og vildum skapa fleiri frumkvöðla fyrir framtíðina,“ segir Svava Björk.

„Fókusinn okkar er nánast alltaf á umhverfi og sjálfbærni. Við erum alltaf að leita leiða til að skapa til dæmis eitthvað nýtt úr gömlu,“ segir Svava. Á Verkstæði hugmyndasmiða í rafstöðinni í Elliðaárdal er að jafnaði einu sinni í mánuði tekið á móti skapandi krökkum á aldrinum sex til tólf ára ásamt foreldrum þeirra. „Þar erum við með eitthvað ákveðið þema og í næstu smiðju, sem verður 22. nóvember, á að hanna og smíða ný hljóðfæri,“ segir Svava. Næsta Verkstæði þar á eftir verður 6. desember.

„Á hverju sumri erum við með námskeið fyrir 9 til 11 ára sem heitir Meistarabúðir, þar sem krakkarnir eru hjá okkur í nærri heila viku og læra að verða hugmyndasmiðir. Þar fá þau að smíða, byggja, leika og vera forvitin. Þessa dagana erum við að stilla upp skemmtilegri dagskrá eftir áramót í Elliðaárstöð. Meðal annars erum við að huga að því hvernig við getum búið til gagnvirkt kennsluefni þannig að krakkar sem koma í skólaheimsóknum fái fræðsluna beint í æð.

Í upphafi árs 2024 gáfum við út bók sem heitir Frábær hugmynd, sem er leiðarvísir fyrir unga krakka sem vilja verða hugmyndasmiðir. Samhliða bókinni komu út þættir á Krakka RÚV sem heita líka Frábær hugmynd og þetta tvennt talar saman. Sömuleiðis gerðum við þætti þar sem við fórum hringinn í kringum landið og hittum frumkvöðla, tókum viðtöl við þau og fengum að heyra hvernig krakkar þau hefðu verið og að hverju þau væru að vinna að í dag,“ segir Svava, en síðarnefndu þættirnir eru aðgengilegir á vefsíðu Hugmyndasmiða.

„Ég vil trúa því að þeim mun fleiri sem læra nýsköpunarhæfni, sem er að taka eftir vandamálum, móta lausnir og keyra áfram, þeim mun bjartsýnni verð ég fyrir góðum heimi. Ég held að við þurfum fólk sem er tilbúið til að hugsa öðruvísi, vera forvitið og skapa nýjar lausnir fyrir okkur öll – samfélaginu til góða. Nýsköpunarhæfni gagnast fólki á öllum sviðum, sama í hvaða starfi það er,“ segir Svava.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...