Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum frá 2001.

Ekki fæst uppgefið úr matvælaráðuneytinu hvað felst í nýjum grunni, en hann þjónar tvenns konar tilgangi; vera grundvöllur útreikninga fyrir afurðaverð til kúabænda annars vegar og á heildsöluverði mjólkur og mjólkurvörum hins vegar, sem verðlagsnefnd búvöru ákveður.

Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar.

Endurspeglar rekstur kúabús af hagkvæmri stærð

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er það mat nefndarinnar að nýi grundvöllurinn endurspegli rekstur kúabús af hagkvæmri stærð og taki mið af hagkvæmum framleiðsluháttum dagsins í dag. Næstu skref séu að setja verðlagsgrundvöllinn upp á skipulegan hátt og yfirfara alla grunnþætti, skrifa lýsingu á því sem er til grundvallar og fleira. Í svari ráðuneytisins segir að gerð verði betri grein fyrir þeim þáttum sem verðlagsgrundvöllur byggir á, þegar tímabært sé að setja hann formlega á fót.

Tafir á skilum Hagfræðistofnunar

Um síðustu mánaðamót rann úr skipunartími verðlagsnefndar búvöru, sem hefur starfað frá árinu 2022. Af sjö tilnefndum fulltrúum eiga Bændasamtök Íslands (BÍ) tvo fulltrúa og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) tvo. BÍ hefur tilnefnt Rafn Bergsson, formann deildar kúabænda hjá BÍ og bónda í Litlu-Hildisey 1, og Sigurbjörgu Ottesen, nautgripa- og sauðfjárbónda á Hjarðarfelli, sem situr í stjórn BÍ, sem sína fulltrúa í nýja nefnd. Rafn mun sitja áfram í nefndinni en Sigurbjörg kemur ný inn. SAM tilnefnir Elínu Margréti Stefánsdóttur og Pálma Vilhjálmsson til áframhaldandi setu í nefndinni.

Fráfarandi formaður nefndarinnar, Kolbeinn Hólmar Stefánsson, hefur skýrt tafirnar á uppfærslu verðlagsgrunnsins hér í blaðinu svo að það hafi tekið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands lengri tíma að skila rammanum fyrir nýjan grunn. Farið var í vinnu við þá endurskoðun þegar fráfarandi nefnd var skipuð í september 2022.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...