Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
SsangYong Rexton Ultimate.
SsangYong Rexton Ultimate.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 2. júlí 2021

Nýr SsangYong Rexton með nýja og kraftmeiri vél

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Laugardaginn 11. júní frumsýndi Bílabúð Benna nýjasta SsangYong Rexton bílinn. Nokkrum dögum fyrir frumsýninguna kom ég við í Bílabúð Benna og sá þennan nýja bíl tilsýndar, það fyrsta sem ég tók eftir var breytingin á „grillinu“ á bílnum og hugsaði að þessi bíll væri að segja: „I look like the Bentley at front.“ Í þessari ferð samdi ég um að fá bílinn til prufuaksturs að lokinni frumsýningu.

Þegar ég sá þetta grill datt mér í hug eðalbíllinn Bentley.

Einhver best hljóðeinangraði jeppi á markaðnum

Þessi nýi Rexton er með 8 þrepa sjálfskiptingu, hátt og lágt drif og sjálfvirka driflæsingu á afturdrif (prófaði þessa læsingu sérstaklega og hún virkar fínt). 202 hestafla dísilvél og dráttargetan er á bilinu 2.700 kg upp í 3.000 kg. (Skrítið að dráttargeta sé svona lág hér á Íslandi, þegar maður skoðar erlendar síður þá er þar uppgefin dráttargeta 3.500 kg.).

Eins og alla bíla sem ég prófa þá hávaðamældi ég bílinn á 90 (á sama stað og aðra bíla). Það er mér óskiljanlegt hvað SsangYong Rexton fær alltaf lága mælingu. Árgerð 2019 mældist 64,7db. en þessi mældist 63,6db. Það er besta mæling á bíl sem ekki er knúin af rafmagnsvél. Ástæðan er væntanlega margþætt, vel hljóðeinangraður, mótorpúðarnir undir vélinni eru olíufylltir og dempa betur hljóð og titring fyrir vikið og að bíllinn var á fínmunstruðum hjólbörðum.

Hliðarspeglarnir stórir með blindhornsvaraljósum.

Ánægður með eyðsluna miðað við þungan bíl og stóra vél

Í fyrstu prófaði ég bílinn innanbæjar á malbiki eingöngu og eftir um 50 km akstur sagði aksturstölvan mér að ég hefði verið að eyða 9,8 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstrinum, næst var það malarvegurinn og langkeyrslan.

Renndi mér inn á byrjunina á Djúpavatnsleið þar sem ég vissi að væri töluvert laust yfirborð vegna rallýkeppni skömmu áður. Strax og ég kom inn á mölina fann ég að bíllinn var ekki að svara rétt í beygjum og hann virtist vera að berja meira á lausu grjótinu hægra megin að aftan. Stoppaði og fór að fikta í aksturstölvunni, eftir smá stund fann ég skjámyndina af loftþrýstingi í öllum hjólbörðum, engin furða að bíllinn væri óstöðugur því að í hægra afturdekki voru 38psi., en ekki 30 eins og átti að vera. Þetta var lagað og eftir það var bíllinn hreint frábær á mölinni. Ég mæli ekki með að spólvörnin sé tekin af á malarvegi þar sem að bíllinn er mjög kraftmikill og snöggur á snúning sem hæglega getur sett mann út fyrir veg. Spól- og skriðvörnin kemur mátulega seint inn þannig að hægt er að keyra malarvegi ansi létt.

Eftir langkeyrsluna var eyðslan hjá mér í henni 7,7 lítrar á hundraðið, en uppgefin meðaleyðsla er 8,2 á hundraðið samkvæmt sölubæklingi.

Engin furða að bíllinn hagaði sér undarlega á lausum malarveginum.

Kostir margir, en fáir gallar

Það virðist alltaf vera hægt að betrumbæta bíla og setja í öryggis- og aukabúnað eins og hita í stýri, blindhornsvara, fjarlægðarskynjara gagnvart bili á milli bíla, en allt ofantalið er í nýjasta Rexton bílnum og meira til. Það er samt einn stór mínus í þessum bíl (eins og 2019 árgerðinni), það vantar varadekkið.

Benni í Bílabúð Benna hringdi í mig og „telur sig þekkja mig það mikið að hann viti hvað ég set út á í bílnum“. Hann þóttist vita að ég myndi setja út á hvað götin í grillinu væru stór og að kælirinn fyrir skiptinguna væri í hættu gagnvart grjóti á íslenskum malarvegum. Sagðist hann vera búinn að setja í gang hönnun á hlíf fyrir innan grillið til að verja kælinn.

Þessu var ég búinn að taka eftir strax og ég sá bílinn fyrst og hugsaði að þetta væri möguleiki þó hverfandi væri.
Fyrir utan mínusana sem ég gef fyrir varadekkið og stór göt í grillinu eru plúsarnir svo miklu fleiri að það er nánast ranglæti að gefa þessa tvo mínusa.

Gott pláss í miðjusætunum, en öftustu tvö eru varla fyrir eldri en 10 ára.
Gott verð fyrir sjö manna bíl

Rextonbílarnir eru í boði í þrem útgáfum, Premium (tau áklæði), Adventure (vegan/leður) og Ultimate (leðuráklæði) og er verðið frá 8.490.000 upp í 10.990.000, allir skráðir 7 manna, 5 ára ábyrgð, byggðir á grind, millikassi með læsingu og lágu drifi, í boði eru 17 og 18 tommu felgur (prufubíllinn var á 17 tommu felgum sem komu mjög vel út bæði á möl og malbiki).

Lukkulegur með eyðsluna í langkeyrslunni.

Besta mæling á hávaða inni í bíl í þessum stærðarflokki.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd 2.180 kg
Hæð 1.825 mm
Breidd 1.960 mm
Lengd 4.850 mm

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...