Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændurnir í Lambhaga, Ómar Helgason og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, komu inn í verkefnið í byrjun árs 2021 með blandaðan búskap.
Bændurnir í Lambhaga, Ómar Helgason og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, komu inn í verkefnið í byrjun árs 2021 með blandaðan búskap.
Mynd / smh
Í deiglunni 7. nóvember 2023

Nýr samningur sem gildir út næsta ár

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samstarfssamningur hefur verið undir­ritaður um fram­hald á verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem mun gilda út næsta ár.

Verkefnið er samstarfsverkefni á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Landgræðslunnar, Skógræktarinnar og matvælaráðuneytisins og var sett á fót á árinu 2020. Með nýjum samningi er stefnt að því að verkefnið stækki og eflist.

Meginmarkmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda frá landbúnaði og land- notkun og auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri.

Fimm garðyrkjubýli bætast við

Karvel L. Karvelsson, fram­kvæmdastjóri RML, segir að það sem breytist frá fyrri samningi er að nú bætast tíu sauðfjár- og nautgripabú við hóp þátttakenda, auk fimm garðyrkjuframleiðenda í útiræktun – sem eru þá þeir fyrstu sem koma inn í verkefnið úr þeirri grein.

Mun fleiri umsóknir bárust en hægt var að samþykkja, eða alls um 25, og því var dregið af handahófi úr lista umsækjenda og fyrstu fimmtán sem komu upp úr pottinum var boðin þátttaka.

Verkefnið er hluti af aðgerða­áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og þeir bændur sem taka þátt í verkefninu fá aðgang að ráðgjöf og fræðslu um loftslagsmál.

Í tilkynningu úr matvæla­ráðu­neytinu kemur fram að í lok síðasta árs hafi 46 bú verið þátttakendur í verkefninu; 22 í sauðfjárrækt og 24 í nautgriparækt.

Árangurstengdar greiðslur

Greiddir eru styrkir fyrir þátttöku, til að mynda vegna efnagreininga, auk þess sem teknar hafa verið upp árangurstengdar greiðslur samkvæmt aðgerðaráætlun.Samkvæmt stöðu- skýrslu um verkefnið frá 2022 hefur þekking þátttakenda á loftslagsmálum aukist sem og færni þeirra í loftslagsaðgerðum. Bændurnir hafa þjálfast í að skipuleggja landnotkun á jörðum sínum og öðlast betri yfirsýn yfir fyrirliggjandi verkefni í búrekstrinum. Í skýrslunni segir að þátttaka í verkefninu hafi einnig hvatt bændur til að vera virkir í umræðunni um loftslagsmál í sínu nærsamfélagi.

Nýta á þá þekkingu sem verður til í verkefninu í framtíðarstefnumótun á málefnasviðinu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...