Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýr ráðherra með leiðarvísi
Mynd / smh
Skoðun 3. desember 2021

Nýr ráðherra með leiðarvísi

Höfundur: Kári Gautason, sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá BÍ

Ríkisstjórnar- og ráðherraskipti boða alltaf nýtt upphaf þótt margt fari öðruvísi en ætlað er áður en varir. Ný pólitísk forysta tekur við málaflokki landbúnaðarins í öðru ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Lyklaskipti voru í ráðuneytinu við Skúlagötu á mánudaginn, þar sem Svandís Svavarsdóttir tók við lyklavöldum af Kristjáni Þór Júlíussyni. Hún er þekkt fyrir að vera atkvæðamikil sem ráðherra.

Ítarleg aðgerðaáætlun

Það er fagnaðarefni hversu ítarleg aðgerðaráætlun fylgir stjórnarsáttmálanum og því höfum við allnokkurn leiðarvísi um hvert þessi stjórn hyggst stefna í matvæla- og landbúnaðarmálum. Landbúnaðarstefna fyrir Ísland verður lögð fram á fyrri hluta kjörtímabilsins og byggð á grunni umræðuskjals sem varð til undir lok síðasta þings. Einnig er það vel að ráðast eigi í heildstæða endurskoðun á fyrirkomulagi matvæla- og heilbrigðiseftirlits. Allir sem hafa komið að landbúnaði og matvælum þekkja hversu mótsagnakennt það getur reynst að eiga við opinberar eftirlitsstofnanir sem í grunninn túlka sömu löggjöfina án þess að henni sé beitt á sama hátt í öllum sveitarfélögum. Þetta þarf að samræma. Þá er ljóst að til þess að tryggja fæðuöryggi þarf að stórauka og efla grænmetis- og kornrækt í landinu. Samkvæmt skýrslu um fæðuöryggi sem kom út fyrr á þessu ári er fæðuöryggi Íslands lakast þegar kemur að kornmeti, hvort sem er fyrir menn eða skepnur.

Afkomutrygging í kornrækt

Þó að hnattlega Íslands setji kornframleiðslu ákveðnar skorður eru aðstæður til landbúnaðar á Íslandi mun hagfelldari en ætla má af opinberri umræðu, vaxtartími er langur og framleiðni mikil vegna langrar ljóslotu. Íslenskur jarðvegur er afar frjósamur þótt hann sé einnig viðkvæmur og rofgjarn. Auk þess eru mikil tækifæri til að bæta ræktunarmöguleika með nútímalegum plöntukynbótum, með landbótum, t.d. skjólbeltarækt, og með bættum ræktunaraðferðum. Því er mikilvægt að setja strax af stað vinnu sem hefur það að markmiði að setja fram tillögur um hvernig best megi efla kornrækt. Um það er talað í stjórnarsáttmála, að heildstæð og tímasett aðgerðaráætlun verði mótuð um eflingu akuryrkju. Þar hlýtur að verða kannað hvernig það stuðningskerfi sem er til staðar fyrir landbúnað sé aðlagað að þeim markmiðum að efla kornrækt. Þar er margt sem hægt er að gera, en fyrst og fremst tel ég að huga þurfi að einhvers konar afkomutryggingu fyrir þá sem stunda ræktun á korni. Slíkar fyrirmyndir eru til erlendis frá og þarf að greina hvernig hægt sé að koma þeim á fót hér á landi. Öðrum kosti er ólíklegt að bændur taki þá áhættu að fara í stórfellda kornrækt ef ekki er tryggt með einhverjum hætti að þeir séu ekki launalausir ef svo illa fer að uppskera spillist.

Loftslagsvænn landbúnaður

Rannsóknum fleygir fram á mörgum vígstöðvum í baráttunni við að draga úr losun landbúnaðar á gróðurhúsalofttegundum. Til þess að unnt verði að taka nýjustu tækni og nýjustu þekkingu í notkun á íslenskum búum þarf að vera til markviss þekkingarmiðlun. Þar gefur verkefnið loftslagsvænn landbúnaður gott fordæmi. Sams konar metnaðarfull verkefni þyrftu að fara af stað til þess að gera gróffóðuröflun eins skilvirka og hugsast getur þannig að draga megi úr notkun á áburði og þannig minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

Landnýtingarmál í sama ráðuneyti

Þá eru mikil tækifæri í því fólgin að landnýtingarmál séu nú öll í sama ráðuneytinu. Með nýjum áherslum á bindingu kolefnis í gróðri má ætla að mikil tækifæri séu fyrir nýja búgrein í landinu, kolefnisbændur. Útfæra á ramma um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði. Slíkt er forsenda fyrir því að hægt sé að selja þá vöru þeim aðilum sem vilja jafna út þeirri losun sem þeir ekki geta jafnað sjálfir. Hægt er að hugsa sér marga möguleika í þeim efnum. Nokkurs konar samlagsfélag bænda gæti séð um utanumhald, útvegun vottunaraðila og samtengingu kaupenda og seljenda. Þannig gætu kolefnisbændurnir sjálfir lagt fram land og vinnu við að setja niður plöntur. Gríðarlegur vöxtur er í svokölluðum valfrjálsum kolefnismörkuðum um heim allan og því er mikilvægt að hafa hraðar hendur til að grípa þau tækifæri. Annars munu fyrirtæki leita á alþjóðlega markaði og þar með glatast störf sem annars hefðu getað orðið til í íslenskum sveitum.

Kári Gautason
Höfundur er sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá Bændasamtökum Íslands.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...