Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hyundai ix35 Comfort 2,0 dísil.
Hyundai ix35 Comfort 2,0 dísil.
Mynd / HJL
Á faglegum nótum 7. maí 2015

Nýr og breyttur Hyundai ix35 með dísilvél

Höfundur: Hjörtur Leonard Jónsson
Í apríl 2010 prófaði ég Hyundai ix35 með bensínvél og fannst bíllinn ágætur nema hvað mér þótti þá verðið á honum vera frekar hátt. Nú fimm árum seinna er verðið hagstæðara, kominn tími á að skoða hann aftur, en nú Hyundai ix35 Comfort með dísilvél sem á að skila 136 hestöflum.
 
Öll stjórntæki eru á þægilegum stöðum og yfirsýn á allt sem ökumaður þarf að sjá inni í bílnum er þægilegt úr ökumannssætinu. Eflaust finnst einhverjum það galli að hraðamælirinn er það innarlega í mælaborðinu að farþeginn við hlið ökumanns sér ekki á hvaða hraða ekið er, en persónulega finnst mér þetta mælaborð flott. Á 90 km hraða fannst mér ég finna frekar mikið fyrir hraða bílsins og veghljóð frá vetrarhjólbörðunum fannst mér í hærri kantinum, einnig fannst mér framsætið vera full hart og ekkert sérstaklega þægilegt að sitja í bílstjórasætinu.
 
Þægilegur í akstri og góður kraftur
 
Eftir prufuaksturinn settist ég í aftursætið og í fyrsta sinn sem ég hef prófað bíl þá eru farþegasætin aftur í bílnum þægilegri en framsætin (mitt persónulega álit). Á malarvegi fannst mér Hyundai ix35 vera alltof stífur á fjöðrun (í verstu holunum hoppaði bíllinn og var frekar óþægilegur, en þetta er ekkert óalgengt með bíla þegar þeir eru alveg glænýir), en þrátt fyrir gróf vetrardekk heyrðist sáralítið steinahljóð undir bílnum á mölinni. 136 hestafla dísilvélin er snögg á snúning og virkar vel enda bíllinn léttur og skiptingin sex þrepa. Þessi vél og skipting ætti að henta vel til að draga minni hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. 
 
Mikið lagt í innréttingu og öryggisbúnað
 
Innréttingin er snyrtileg og mikið í hana lagt og í bílnum eru tvö 12 volta tengi fyrir rafmagn, AUX og USB tengi staðalbúnaður. Öll sæti eru búin sætishitara. Hyundai ix35 fær 5 stjörnur í árekstrarprófunum EURO-NCAP enda mikið lagt upp úr öryggisbúnaði. Í höfuðpúðunum á framsætunum er búnaður sem bregst við aftanákeyrslu með því að færast fram til að verja ökumann og farþega við mikið högg í aftanákeyrslu. Árekstursnemar eru bæði að framan og aftan á bílnum sem er afar þægilegt þegar maður leggur í stæði. 
 
Stöðugleikastýring á að hjálpa til að halda bílnum í réttri akstursstefnu í hálku. Einnig er Hyundai ix35 með útbúnað sem nefnist tengivagnahjálp og á að draga úr afli eða hemla ef tengivagn fer að sveiflast til í akstri (prófaði þetta ekki sjálfur í prufuakstrinum, forvitnilegur búnaður sem ég prófa seinna). Drifbúnaðurinn er skynvæddur og færir aflið á milli hjóla í akstri eftir því hversu mikið grip er á hverju hjóli. 
 
Stór vél sem eyðir ekki miklu
 
Uppgefin eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri er á bilinu 5,5 til 6,8 lítrar á hundraðið, sem mér finnst mjög gott miðað við stærð vélarinnar, en eftir tæplega 170 km akstur var ég með eyðslu upp á 8,7 á hundraðið á 54 km meðalhraða. 
 
Dagljósabúnaðurinn hentar ekki aðstæðum
 
Eitt sem ég er afar ósáttur með er að í flestum nýjum bílum er dagljósabúnaður sem er sjálfvirkur (bara smá ljós að framan), þessi búnaður er að mínu mati ekki að henta nógu vel við íslenskar aðstæður. Á Hellisheiðinni lenti ég í mikilli þoku á þessum Hyundai ix35, við hlið vegarins var snjór á báða vegu (= mjög bjart, en samt svarta þoka). Ég fór út fyrir veg og skoðaði hvort sjálfvirki búnaðurinn væri búinn að kveikja ljósin. Svo var ekki, þetta hef ég prófað á nokkrum nýjum bílum í snjókomu, skafrenningi og þoku en aldrei hefur sjálfvirki búnaðurinn kveikt ljósin, það vantar sárlega afturljós (vegna íslenskra aðstæðna). 
 
Hyundai ix35 kostar frá 4.290.000 upp í 7.190.000, en bíllinn sem ég prófaði kostar 5.990.000 (ekki mikil verðbreyting, Hyundai ix35 kostaði fyrir 5 árum frá 4,9–5,8 milljónir).
 
Helstu mál og upplýsingar:
Hæð 1.655 mm
Breidd 1.820 mm
Lengd 4.410mm
 

 

5 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...