Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Karl Jónsson hjá Lamb Inn, Baldvin Stefánsson matreiðslumaður og Matthew Wickstorm matreiðslumaður.Myndir / MÞÞ
Karl Jónsson hjá Lamb Inn, Baldvin Stefánsson matreiðslumaður og Matthew Wickstorm matreiðslumaður.Myndir / MÞÞ
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 7. febrúar 2020

Nýr mataráfangastaður á Norðurlandi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það eru fram undan heilmiklar breytingar á rekstrinum og virkilega gaman að kynna þær,“  segir Jóhannes Geir Sigurgeirs­son, einn af eigendum Lamb Inn og ferðaþjónustunnar á Önguls­stöðum í Eyjafjarðarsveit. Fjöl­skyldan á Öngulsstöðum, sem staðið hefur fyrir rekstrinum um árabil, hefur fengið bandarísku hjónin Auroru og Matthew Wickstrom að rekstrinum. Þau koma frá Portland, Oregon í Banda­ríkjunum þar sem þau eru virk í veitingahúsa­bransanum, reka veitingaþjónustu, hafa unnið á  topp veitinga­stöðum og hlotið fjölda viður­kenninga.  
 
Aurora og Matthew Wickstrom frá Portland, Oregon í Bandaríkjunum með dóttur sína Freyju. 
 
Þau taka við rekstrinum í byrjun komandi sumars og verður veitingareksturinn tvískiptur, þ.e. annars vegar veitinga- og kaffihús og hins vegar staður sem býður upp á matarupplifun og áfram verður gisting í boði. Breytingarnar voru kynntar á Lamb Inn á dögunum með glæsilegum kvöldverði sem Matthew á heiðurinn af. 
 
Veitingahúsið Lamb Inn hefur um nokkurra ára skeið verið rekið að Öngulsstöðum ásamt gistiheimili með 18 herbergjum og 42 rúmum. Á veitingahúsinu hefur áhersla verið lögð á þjóðlega rétti þar sem sunnudagslærið hefur verið í öndvegi. Staðurinn var að jafnaði opinn frá miðjum maí og fram í september en fyrir hópa af ýmu tagi á öðrum tímum en nú verður opnunartíminn lengdur. Meðal annars hefur staðurinn notið vinsælda fyrir fundi og smærri ráðstefnur.
 
Aurora og Matt hafa tekið ástfóstri við Ísland og munu taka við rekstri Lamb Inn í Eyjafjarðarsveit næsta sumar. Þar hyggjast þau byggja upp stað sem á engan sinn líkan  þegar kemur að veitingarekstri í sveit á Íslandi. Breytingarnar voru kynntar á dögunum, m.a. fyrir áhrifafólki í ferða- og viðskiptalífinu norðan heiða. Matt töfraði fram nokkra rétti sem verða á matarupplifunarseðli veitingastaðarins Lamb Inn Nanna á komandi sumri. 
 
Trú íslenskum matarhefðum
 
„Við horfum nú til breytinga og færum reksturinn yfir á næsta stig,“ segir Jóhannes. „Þetta eru töluverð tímamót og við væntum mikils af þeim og vitum að þau verða trú stefnu okkar um mat úr héraði og íslenskum matarhefðum.“  
 
Matt og Aurora eru miklir Íslandsvinir og hafa um árin verið tíðir gestir á Lamb Inn. Þau bjuggu um skeið árið 2015 í Reykjavík og þar vann Matt á Dill, einmitt á sama tíma og veitingastaðurinn fékk hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Þau hjónin tóku svo miklu ástfóstri við land og þjóð að þau gáfu fyrirtæki sínu ytra íslenskt nafn, en þau reka veitingastaðinn Fimbul í Portland. Um er að ræða svonefndan pop-up rekstur þar sem í boði eru margrétta matarupplifunar­viðburðir og er Ísland þar í bakgrunni. Löngun hjónanna til að búa á Íslandi á ný varð æ meiri og er svo komið að þau hafa tekið ákvörðun um að flytja í Eyjafjarðarsveit næsta vor. ,,Við erum ekki að hverfa frá rekstrinum heldur munum við vinna með þeim við að komast inn í íslenskar aðstæður,“ segir Jóhannes.
 
Meiri fjölbreytni í matarafþreyingu á Norðurlandi
 
Veitingarekstur þeirra verður tvískiptur: Annars vegar munu þau reka kaffihús sem verður opið yfir daginn og þjónustar gesti og gangandi með léttum veitingum og upp í stærri matarupplifanir að hætti meistarakokksins. Sá hluti staðarins fær nafnið Lamb Inn - Fimbul Kaffi. Hins vegar verður svo Lamb Inn Nanna sem verður staður sem býður upp á margrétta matarupplifun og skipulagningu á slíkum viðburðum. Þess má geta að sá hluti staðarins er nefndur eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, matgæðingi og höfundi fjölda bóka um mat og matarmenningu.
 
Markmið þeirra er að sögn Jóhannesar að byggja upp stað sem á sér engan sinn líkan þegar kemur að veitingarekstri í sveit á Íslandi: Mataráfangastað sem er þýðing úr ensku á Destination Restaurant. 
 
„Matt hefur nægt sjálfstraust til að setja markið hátt í þeim efnum, hann er þaulvanur og við höfum fulla trú á að þetta verði alveg einstakt,“ segir hann. Þá er einnig ætlunin að fylgja eftir áhuga ferðafólks á ferðum utan „suðurlínunnar“ með því að bjóða upp á meiri fjölbreytni í matar­afþreyingu hér fyrir norðan. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...