Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Líf og starf 30. júní 2020

Nýr lektor í lands­lags­arkitektúr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskólinn hefur fengið til liðs við sig nýjan lektor í landslagsarkitektúr,  Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr. Nickayin hefur víðtæka reynslu bæði sem starfandi landslagsarkitekt og við kennslu og rannsóknir.

Samaneh er fædd í Teheran árið 1984 og segist hafa brennandi áhuga á kennslu í landslagsarkitektúr og að hún sé ánægð með að vera komin til starfa hjá LbhÍ.
„Kennsla höfðar einstaklega vel til mín, sérstaklega vegna mannlegu tengingarinnar sem felst í henni.

Sem landslagsarkitekt og fræðimaður hef ég tileinkað mér umhverfisfræði og heildrænar lausnir og er það mér heiður að fá að leggja mína reynslu á vogarskálarnar og taka þátt í akademíska fræðaheiminum í gegnum  lektorsstöðu hér á Íslandi,“ segir Samaneh.

Árið 2013 varði hún með láði frá Sapienza-háskólanum í Róm meistararitgerð sína í landslags­arkitektúr, Landscape for river reclamation: Meuse river- its floodplain system, identity, and transformation.
Eftir brautskráningu vann hún fyrir ýmsar landslags- og arkitektastofur og tók þátt í fjöl­breyttum verkefnum, meðal annars við endurnýjun borgarsvæða til grænna lausna og áveitukerfa.

Samaneh hóf doktorsnám 2014 og lauk Ph.D. gráðu í landslagsarkitektúr og umhverfis­fræðum frá Sapienza í mars árið 2018. Doktorsverkefni hennar hlaut ECLAS verðlaunin árið 2018 í flokki framúrskarandi nemendaverkefna.

Frá árinu 2014 til maí 2020 hefur hún gegnt stöðu aðstoðarkennara prófessors Franso Zagari og prófessors Fabio Di Carlo í Sapienza-háskólanum í Róm. 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f