Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þórunn Ýr Elíasdóttir.
Þórunn Ýr Elíasdóttir.
Líf og starf 18. desember 2023

Nýr kaupfélagsstjóri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þórunn Ýr Elíasdóttir hefur verið ráðinn nýr kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga eftir að Björn Líndal Traustason sagði upp störfum í haust.

Þórunn tekur við nýja starfinu 1. febrúar næstkomandi. Hún hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu og rekstri fyrirtækja og stofnana. Hún var í yfir 30 ár rekstrar- og síðar fjármálastjóri hjá heildversluninni Kemis ehf. sem var fjölskyldufyrirtæki í eigu foreldra hennar. Einnig átti hún og rak blómaverslun í Breiðholtinu ásamt því að hafa starfað sem skrifstofu- og fjármálastjóri hjá félagasamtökunum Samhjálp. Síðustu ár hefur hún sinnt bókhaldsstörfum í ráðhúsi Húnaþings vestra.

Ættleidd frá Suður-Kóreu

Þórunn Ýr er fædd árið 1976 í Suður- Kóreu og er ættleidd þaðan. Hún var sótt þangað þegar hún var níu mánaða gömul og var alin upp í Breiðholti þar sem hún hefur búið lengst af. Hún er einkabarn foreldra sinna.

„Við hjónin réðum okkur svo í sláturtíð hjá sláturhúsi SKVH á Hvammstanga haustið 2020 og ætluðum okkur að vera í tvo mánuði, sem nú eru orðin þrjú ár og eftir þessa ráðningu er ekki fararsnið á okkur í bráð svo það teygist áfram á þessum tveimur mánuðum,” segir Þórunn Ýr hlæjandi. Hjónin eiga sex börn, þrjár tengdadætur og átta barnabörn.

Fjörutíu starfsmenn

Þórunn Ýr segir að nýja starfið leggist ljómandi vel í sig. „Ég fæ að fást við fólk, þjónusta fólk, glíma við tölur og verð, markaðssetningu og öllu því sem svona rekstri fylgir. Vonandi verð ég góður kaupfélagsstjóri, sem held áfram að halda skútunni uppréttri og á fleygiferð. Ég vil ná fram því besta frá þeim mannauði sem er þarna innandyra og halda uppi góðu og háu þjónustustigi til kaupenda.“

Fjörutíu manns starfa hjá kaupfélaginu, sem er á Hvammstanga, en þar eru starfandi þrjár deildir; kjörbúð, byggingar,- og búvörudeild og pakkhús.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...