Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveinn Margeirsson mun stjórna reglulegum hlaðvarpsþáttum fyrir Bændablaðið um nýsköpun og þróun í landbúnaði.
Sveinn Margeirsson mun stjórna reglulegum hlaðvarpsþáttum fyrir Bændablaðið um nýsköpun og þróun í landbúnaði.
Mynd / TB
Fréttir 13. desember 2019

Nýr hlaðvarpsþáttur: Víða ratað með Sveini Margeirssyni

Höfundur: Ritstjórn

Nýjasti þátturinn í hlaðvarpi Bændablaðsins er undir stjórn Sveins Margeirssonar matvælafræðings og doktors í iðnaðarverkfræði. Hann heitir „Víða ratað“ og mun fjalla um tækniumbyltingar, nýsköpun og þróun í landbúnaði og tengdum greinum.

Viðmælandi Sveins í fyrsta þætti Víða ratað er Hlynur Þór Björnsson verkfræðingur. Hann stofnaði nýlega fyrirtækið Bálka miðlun ehf. en það sérhæfir sig í notkun á bálkakeðjutækninni (e. blockchain). Það er tækni sem kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmum tíu árum og er byltingarkennd aðferð til þess að skrá og halda utan um upplýsingar. Bálkakeðjutæknin er m.a. talin nýtast í matvælageiranum til þess að halda utan um rekjanleika og aðrar upplýsingar um vörur, s.s. kolefnisfótspor eða dýravelferð.

Hlynur er jafnframt formaður rafmyntaráðs, www.ibf.is, sem hefur það markmið að gera Ísland að leiðandi afli í nýsköpun á rafmyntum og bálkakeðjum.

Sveinn ræddi við Hlyn um það hvernig bálkakeðjutæknin mun hafa áhrif á matvælaframleiðslu og landbúnað í náinni framtíð.


Viðmælandi Sveins í fyrsta þætti Víða ratað er Hlynur Þór Björnsson verkfræðingur og sérfræðingur í bálkakeðjutækninni. 

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins eru aðgengilegir á SoundCloud og verða einnig fáanlegir í helstu streymisveitum á næstu dögum.

 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...