Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sveinn Margeirsson mun stjórna reglulegum hlaðvarpsþáttum fyrir Bændablaðið um nýsköpun og þróun í landbúnaði.
Sveinn Margeirsson mun stjórna reglulegum hlaðvarpsþáttum fyrir Bændablaðið um nýsköpun og þróun í landbúnaði.
Mynd / TB
Fréttir 13. desember 2019

Nýr hlaðvarpsþáttur: Víða ratað með Sveini Margeirssyni

Höfundur: Ritstjórn

Nýjasti þátturinn í hlaðvarpi Bændablaðsins er undir stjórn Sveins Margeirssonar matvælafræðings og doktors í iðnaðarverkfræði. Hann heitir „Víða ratað“ og mun fjalla um tækniumbyltingar, nýsköpun og þróun í landbúnaði og tengdum greinum.

Viðmælandi Sveins í fyrsta þætti Víða ratað er Hlynur Þór Björnsson verkfræðingur. Hann stofnaði nýlega fyrirtækið Bálka miðlun ehf. en það sérhæfir sig í notkun á bálkakeðjutækninni (e. blockchain). Það er tækni sem kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmum tíu árum og er byltingarkennd aðferð til þess að skrá og halda utan um upplýsingar. Bálkakeðjutæknin er m.a. talin nýtast í matvælageiranum til þess að halda utan um rekjanleika og aðrar upplýsingar um vörur, s.s. kolefnisfótspor eða dýravelferð.

Hlynur er jafnframt formaður rafmyntaráðs, www.ibf.is, sem hefur það markmið að gera Ísland að leiðandi afli í nýsköpun á rafmyntum og bálkakeðjum.

Sveinn ræddi við Hlyn um það hvernig bálkakeðjutæknin mun hafa áhrif á matvælaframleiðslu og landbúnað í náinni framtíð.


Viðmælandi Sveins í fyrsta þætti Víða ratað er Hlynur Þór Björnsson verkfræðingur og sérfræðingur í bálkakeðjutækninni. 

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins eru aðgengilegir á SoundCloud og verða einnig fáanlegir í helstu streymisveitum á næstu dögum.

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...