Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Unnsteinn Snorri Snorrason og Freyja Þorvaldar tylla sér á skörina og ræða um framtíð sauðfjárræktarinnar.
Unnsteinn Snorri Snorrason og Freyja Þorvaldar tylla sér á skörina og ræða um framtíð sauðfjárræktarinnar.
Mynd / TB
Fréttir 6. mars 2020

Nýr hlaðvarpsþáttur: Á Skörinni er rætt um landbúnaðarpólitík

Höfundur: Ritstjórn

Nýr þáttur, Skörin, hefur göngu sína í hlaðvarpi Bændablaðsins. Það er Freyja Þorvaldar sem ræður ríkjum á Skörinni en hún er búsett á Grímarsstöðum í Borgarfirði. Í þættinum verður rætt um landbúnaðarpólitík í víðu samhengi, hagsmuni bænda og neytenda, stefnur og strauma. Fyrsti gestur Freyju er Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Þau tala um framtíð sauðfjárræktarinnar og velta fyrir sér hvernig bæta má hag stéttarinnar.

„Ætlunin er að heyra í fjölbreyttum hópi viðmælenda úr ólíkum áttum. Landbúnaðarkerfið er stórt og mikið og margir hafa á því skoðun, bæði hvort að best væri að breyta því eða hvort að núverandi fyrirkomulag sé hentugast. Það verður því af nógu að taka á Skörinni,“ segir Freyja.

„Ég er úr Kópavoginum en áhugi á landbúnaði hefur fylgt mér alla tíð, framan af aðallega á hrossum. Á Grímarsstöðum bý ég ásamt Jóni Ottesen manninum mínum og dóttur okkar og þar höldum við aðallega hross en einnig rúmlega 40 kindur. Jón er alinn upp á sauðfjárbúi og því var ekki hjá því komist að setja sig inn í málin til að geta tekið þátt í fjörugum eldhúsumræðum um landbúnað eins og tíðkast til sveita.“

Freyja stundar nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri ásamt því að sinna hlutastarfi við markaðsrannsóknir hjá Maskínu og vinna sem markaðsstjóri hjá Furuflís, sem selur undirburð í útihús.

Skörin er aðgengileg á öllum helstu hlaðvarpsveitum og hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...