Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Dommaraju Gukesh og er frá Indlandi.

Hann er átjándi heimsmeistarinn í skák frá upphafi og er á sínu átjánda aldursári. Gukesh lagði fráfarandi heimsmeistara, Ding Liren frá Kína, að velli 7,5 - 6,5 með sigri í síðustu skákinni.

Fyrir fram höfðu flestir spáð Gukesh nokkuð öruggum sigri gegn Ding þar sem sá síðarnefndi hafði ekki sýnt góða frammistöðu við skákborðið að undanförnu og raunar mjög slaka miðað við að hann væri sitjandi heimsmeistari. Því kom það öllum á óvart þegar Ding vann fyrstu einvígisskákina í nóvember, þegar einvígið hófst. Eftir það jafnaðist taflið og Gukesh landaði titlinum fyrir rest.

Skákstigalega séð er Gukesh númer 5 í heiminum og Ding númer 22. Magnus Carlsen er enn þá kóngurinn, enda langstigahæsti skákmaður heims og líklegt að hann verði það eitthvað áfram.

Þess má geta að sá sem þetta skrifar er númer 91.699 á heimslistanum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Hvítur á leik og mátar í tveim leikjum. Þrautin í dag er í léttari kantinum. Hvítur á leik og þarf að passa sig á að gera svartan ekki patt.
Ke2 !!!...og svartur á bara einn leik.
Kg1
Df2 mát !

Skylt efni: Skák

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...