Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Dommaraju Gukesh og er frá Indlandi.

Hann er átjándi heimsmeistarinn í skák frá upphafi og er á sínu átjánda aldursári. Gukesh lagði fráfarandi heimsmeistara, Ding Liren frá Kína, að velli 7,5 - 6,5 með sigri í síðustu skákinni.

Fyrir fram höfðu flestir spáð Gukesh nokkuð öruggum sigri gegn Ding þar sem sá síðarnefndi hafði ekki sýnt góða frammistöðu við skákborðið að undanförnu og raunar mjög slaka miðað við að hann væri sitjandi heimsmeistari. Því kom það öllum á óvart þegar Ding vann fyrstu einvígisskákina í nóvember, þegar einvígið hófst. Eftir það jafnaðist taflið og Gukesh landaði titlinum fyrir rest.

Skákstigalega séð er Gukesh númer 5 í heiminum og Ding númer 22. Magnus Carlsen er enn þá kóngurinn, enda langstigahæsti skákmaður heims og líklegt að hann verði það eitthvað áfram.

Þess má geta að sá sem þetta skrifar er númer 91.699 á heimslistanum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Hvítur á leik og mátar í tveim leikjum. Þrautin í dag er í léttari kantinum. Hvítur á leik og þarf að passa sig á að gera svartan ekki patt.
Ke2 !!!...og svartur á bara einn leik.
Kg1
Df2 mát !

Skylt efni: Skák

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f