Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Harpa Ólafsdóttir
Harpa Ólafsdóttir
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf hún störf í byrjun þessa árs.

Harpa er með MBA í mannauðsfræði frá Háskóla Íslands og lauk grunn- og framhaldsnámi í þjóðhagfræði frá Georg-August- háskólanum í Göttingen í Þýskalandi árið 1991. Hún hefur að auki réttindi sem leiðsögumaður.

Harpa hefur víðtæka þekkingu á m.a. greiningarvinnu og stefnumótun, málefnum vinnumarkaðarins og kjarasamningum. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, frá 2022 og var skrifstofustjóri kjaramála hjá Reykjavíkurborg, á mannauðs- og starfsumhverfissviði, fram að því, frá 2018. Um fimmtán ára skeið starfaði Harpa hjá stéttarfélaginu Eflingu sem sviðsstjóri kjaramála. Hún sat í stjórn Gildis-lífeyrissjóðs í sjö ár, sem formaður og varaformaður, og í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða um skeið.

„Ég tek m.a. með mér í nýtt starf að sjá ýmsar hliðar á öllum málum. Hlutverk mitt hefur verið að sjá ólíkar sviðsmyndir og geta svolítið bakkað til baka ef hlutirnir virðast alveg ófærir og sjá þá nýja fleti á málum. Það hefur jafnan verið minn styrkleiki,“ segir hún.

Harpa er fædd árið 1965 og á uppkomna tvíburasyni. Hún ólst upp í Reykjavík. Faðir hennar var frá Sauðanesi í Torfalækjarhreppi en móðir frá Böðmóðsstöðum í Laugardal en þau kynntust í Reykjavík í lok síðari heimsstyrjaldar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...