Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýi útsýnispallurinn við Hrafnagjá er glæsilegur í alla staði og á örugglega eftir að vera mikið notaður næstu árin af ferðamönnum á Þingvöllum.
Nýi útsýnispallurinn við Hrafnagjá er glæsilegur í alla staði og á örugglega eftir að vera mikið notaður næstu árin af ferðamönnum á Þingvöllum.
Mynd / Þingvallaþjóðgarður
Líf og starf 28. ágúst 2020

Nýr glæsilegur útsýnispallur við Hrafnagjá á Þingvöllum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega hittust Guðmundur Ingi Guðbrands­son umhverfisráðherra, Vilhjálmur Árna­son, varaformaður Þingvallanefndar, og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum,  til að opna fyrir  aðgengi að nýjum útsýnispalli við Hrafnagjá í austan­verðum þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Útsýnisstaðurinn er sérstaklega glæsilegur og útsýnipallurinn veglega byggður og af honum blasir við nýtt sjónarhorn yfir sigdældina frá austri til vesturs. Landslag hannaði útsýnis­pallinn en smíðin og fram­kvæmdin var í höndum Andra Þórs Gestssonar húsasmíða­meistara og Kolbeins Sveinbjörnssonar, vélsmíðameistara og verktaka á Heiðarási í þingvallasveit.  Kostnaður við framkvæmdina var um 19 milljónir króna og er hluti af verkefnaáætlun um landsáætlun um uppbyggingu innviða. 

Klippt á borðann, Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður ásamt Guðmundi Inga umhverfisráðherra og Vilhjálmi Árnasyni, varaformanni Þingvallanefndar, og tveimur landslagsvörðum þegar nýi útsýnispallurinn var formlega vígður. 

„Að lokinni opnun á útsýnispalli við Hrafnagjá var farið í gestastofu á Hakinu þar sem kynning verður á fyrstu hugmyndum í deiliskipulagi á mest heimsótta svæði þjóðgarðsins sem nær frá Valhallarreitnum að þjónustumiðstöð á Leirum. 

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningar­minja.  Stefnt er að því að draga úr umferð neðan við Almannagjá en skipuleggja megin aðkomu og bílastæði ofan við gjána og meðal annars eru komnar fram  hugmyndir um nýja aðkomu að þingstaðnum forna um nýja gönguleið fram af brún Almannagjár norðan við Öxarárfoss,“ segir Einar Á.E.Sæmundsen þjóðgarðsvörður.

Útsýnispallurinn er við þjóðveginn í austanverðri sigdældinni á brún Hrafnagjár, um 6 km austan við þjónustumiðstöðina og um 2 km vestan við Gjábakka. Kynningin á hugmyndum í deiliskipulagi verður svo í kjölfarið í gestastofu á Haki. 

Skylt efni: Þingvellir | Hrafnagjá

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...