Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýr framkvæmdastjóri LS
Fréttir 20. júlí 2017

Nýr framkvæmdastjóri LS

Höfundur: Vilmundur Hansen
Unnsteinn Snorri Snorrason hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda í 50% stöðu. Svavar Halldórsson sinnir markaðsmálum áfram fyrir Icelandic Lamb ehf.
 
Unnsteinn Snorri sagði í samtali við Bændablaðið ekki búast við að miklar breytingar yrðu á starfi landssamtakanna við ráðningu hans. „Að minnsta kosti ekki til að byrja með. Fram til þessa hefur stór hluti starfs framkvæmdastjórans farið í markaðsmál en ég losna að mestu við það þar sem Svavar Halldórsson, fyrrum framkvæmdastjóri LS, sér nú alfarið um þau mál hjá Icelandic Lamb.“
 
Hagsmunamál í brennidepli
 
Að sögn Unnsteins verða hagsmunamál sauðfjárbænda og baráttan fyrir betri kjörum þeirra efst á dagskrá. „Við þurfum einnig að skoða félagsaðildina, efla greinina og vinna að framþróun innan hennar.“
 
Bóndi með blandað bú
 
Unnsteinn Snorri er bóndi á Syðstu-Fossum í Borgarfirði og rekur blandað bú með sauðfé og hross. Hann er menntaður bútæknifræðingur og starfaði um hríð hjá Bændasamtökunum sem landsráðunautur í byggingum og bútækni og hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins við byggingarráðgjöf. Unnsteinn er í sambúð með Hörpu Sigríði Magnúsdóttur, saman eiga þau eins og hálfs árs dreng auk þess sem Harpa á sautján ára pilt. 
 
Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic Lamb
 
Svavar Halldórsson, sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, mun framvegis gegna fullu starfi sem framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Það er Markaðsráðs kindakjöts sem á Icelandic Lamb ehf. en tilgangur þess er fyrst og fremst markaðssetning og vörumerkjaþróun á afurðum íslensku sauðkindarinnar. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...