Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna
Fréttir 24. febrúar 2014

Nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna

Axel Ómarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna ehf. og Landssambands hestamannafélaga. Axel tekur við af Haraldi Erni Gunnarssyni sem sinnti starfinu frá árinu 2011. Það kemur því í hlut Axels að stýra Landsmóti á Hellu í sumar.

Axel hefur verið áhugamaður um íslenska hestinn um árabil og hefur áður starfað að félagsmálum sem tengjast hestamennsku, meðal annars sem varaformaður Hestamannafélagsins Harðar og landsþingsfulltrúi um nokkurra ára skeið.  Axel kom einnig mikið að útflutningi á íslenskum hestum á árunum 1993-1999.  Axel hefur mikla reynslu af markaðsmálum tengdum íslenska hestinum, fyrirtækjarekstri og félagsmálum.

„Það er von okkar að með ráðningu Axels geti samtökin snúið við neikvæðri þróun undanfarinna ára, og blásið til nýrrar sóknar fyrir hestamennsku í landinu“, segir Haraldur Þórarinsson stjórnarformaður Landsmóts hestamanna og formaður stjórnar Landssambands hestamanna.    

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...